Svona ferðu að því að sækja um styrk frá Norrænu ráðherranefndinni

Ár hvert eru mörg hundruð verkefni unnin innan vébanda Norrænu ráðherranefndarinnar. Til þess að verkefni geti fengið styrk frá Norrænu ráðherranefndinni er mikilvægt að það gagnist Norðurlöndunum, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi.

Verkefnin eru á mörgum sviðum en eiga það öll sameiginlegt að hafa norrænt notagildi og tengjast framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar. Meirihluti verkefnanna er unninn af stofnunum sem kallaðar eru stjórnsýslustofnanir, aðallega ríkisstofnunum víðs vegar um Norðurlönd, sem hafa umsýslu með verkefnum eða áætlunum fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Á fáeinum sviðum eru verkefni fjármögnuð beint frá Norrænu ráðherranefndinni eftir auglýsingu.

Öll verkefni eru unnin eftir pólitískar umræður í ráðherranefndum eða embættismannanefndum. Úthlutun er ákvörðuð af nefndunum eða á grundvelli umsóknarkerfis og auglýsinga. Hér má sjá núverandi fjármögnunarmöguleika:

Athugið að við getum ekki tekið við beinum umsóknum.

Skilmálar

Öll verkefni sem hljóta styrk þurfa að uppfylla skilyrði Norrænu ráðherranefndarinnar. Hér að neðan eru taldir upp almennir skilmálar sem eiga við um öll verkefni. Að auki kunna sérstakir skilmálar að eiga við ákveðin verkefni og auglýsingar.

Tenging við stefnumótunarvettvang Norrænu ráðherranefndarinnar

Verkefni sem hljóta norrænt fjármagn skulu tengjast framtíðarsýn, framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar.

Í norrænu samstarfi er unnið eftir Framtíðarsýn okkar 2030 – Norðurlönd eiga að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi.

Það þýðir að við vinnum að:

  • Samkeppnishæfum Norðurlöndum: Saman ætlum við að efla grænan hagvöxt byggðan á þekkingu, nýsköpun, hreyfanleika og stafrænni samþættingu.
  • Græn Norðurlönd: Saman ætlum við að greiða fyrir grænum umskiptum í samfélögum okkar og vinna að kolefnishlutleysi og sjálfbæru hringrásarhagkerfi og lífhagkerfi.
  • Félagslega sjálfbær Norðurlönd: Saman ætlum við að efla samfellt svæði án aðgreiningar þar sem jafnrétti ríkir og sem byggist á sameiginlegum gildum og öflugri menningu og velferð.

Hver og ein ráðherranefnd er svo með eigin áætlanir, stefnumótun og verkefni sem endurspegla hina pólitísku sýn. Auk þess gildir þverfagleg stefnumótun um sjálfbærni, jafnrétti og börn og ungmenni.

 

Þrjú norræn ríki taki þátt

Til þess að verkefni geti hlotið fjármögnun frá Norrænu ráðherranefndinni þurfa norrænu löndin að koma að því. Það þýðir að í það minnsta þrjú lönd úr hópi Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Íslands, Finnlands, Færeyja, Grænlands og Álandseyjar þurfa að koma að verkefninu. Í stað eins landsins mega koma eitt eða fleiri lönd utan Norðurlanda. Með aðkomu er átt við þátttöku í stýringu eða framkvæmd verkefnisins.

Að verkefnið leggi til norrænt notagildi

Verkefnin eiga að stuðla að norrænu notagildi. Verkefni telst stuðla að norrænu notagildi ef:

  • það felst virðisauki í því að verkefnið sé unnið í samstarfi á milli norrænu landanna, og
  • norrænu löndin njóta góðs af árangri verkefnisins.
Stefna um þverfagleg sjónarmið

Verkefni sem hljóta norrænt fjármagn skulu tengjast þverlægu sjónarmiðunum þremur:

  • Sjálfbærri þróun
  • Jafnrétti
  • Sjónarmiðum réttinda barna og málefna ungmenna

Árangursrík innleiðing sjónarmiðanna þriggja er forsenda þess að hægt sé að uppfylla framtíðarsýnina um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Við berum öll ábyrgð á samþættingarvinnunni og starfsemi okkar hefur áhrif á líf Norðurlandabúa. Við hrindum í framkvæmd aðgerðum sem einfalda daglegt líf almennings, við leiðum saman norræna aðila og sköpum þekkingu og lausnir sem styðja við þróun í löndunum. Þess vegna er mikilvægt að við tryggjum að starfsemi okkar sé sjálfbær, á jafnréttisforsendum, öllum opin, með þátttöku fulltrúa mismunandi hópa og aðgengileg. Nánari upplýsingar um þetta eru hér:

 

Framgangur verkefna

Til þess að auðvelda greinargerð vegna verkefnisins er ferlinu skipt upp í þrjá hluta. Á eftirfarandi síðum má nálgast frekari upplýsingar um hvern hluta og hvaða gögn þarf til að geta lokið hverju skrefi. Veldu þann kost sem best á við um þitt verkefni:

Nánari upplýsingar um öll stig í framgangi verkefnis er að finna í leiðbeiningum okkar.

Skjal á skandinavísku:

Fyrir verkefni sem lúta rammasamningi

Ef þú ert með rammasamning áttu að nota samningssniðmátið sem til er. Sniðmátið nær yfir lýsingu á verkefninu og fjárhagsáætlun. Einnig skal skila árlegri skýrslu um verkefni með rammasamning og nota til þess sameiginlegt sniðmát fyrir ársskýrslur.

Umsjón með verkefnum

Verkefnagáttin er fyrir verkefni sem þegar hafa hlotið styrk frá Norrænu ráðherranefndinni Hér hefurðu umsjón með yfirstandandi verkefni. Þú færð notandanafn og lykilorð hjá skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar.

Hægt er að lesa nánar um verkefnagáttina í handbókinni okkar.

Skjal á skandinavísku:

Skjal á ensku:

Verkefnagagnagrunnur Norrænu ráðherranefndarinnar

Í verkefnagagnagrunni Norrænu ráðherranefndarinnar er hægt að lesa um þau verkefni sem síðast hafa verið uppfærð og leita að yfirstandandi aðgerðum.