Aðstoðarframkvæmdastjóri Sþ ræðir flóttamannavandann á Norðurlandaráðsþingi

28.09.15 | Fréttir
Christian Friis Bach
Christian Friis Bach verður frummælandi í umræðunni um alþjóðamál sem fram fer í Reykjavík 28. október næstkomandi. Flóttamannavandinn verður ræddur í tengslum við hnattræn markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Þing Norðurlandaráðs verður haldið í Hörpu 27.-28. október 2015.

Norðurlandaráð er opinber samstarfsvettvangur norrænna þingmanna. Á árlegu haustþingi fer fram pólitísk umræða milli Norðurlandaráðs og ríkisstjórna Norðurlanda.

Skráning á þingið

Blaðamenn og ljósmyndarar sem ætla að fylgjast með þinginu og verðlaunaafhendingunni verða að skrá sig í síðasta lagi 23. október á þessari síðu.

Nánari upplýsingar hér: Skráning á þing Norðurlandaráðs í Reykjavík er hafin

Upplýsingar um þingið er að finna á vefnum www.norden.org.

Hægt er að fylgjast með þinginu á Twitter undir kassamerkjunum #nrsession og #nrpol