Formennska Svíþjóðar í Norrænu ráðherranefndinni 2024

Sveriges ordförandeskap 2024 i Nordiska ministerrådet
Photographer
Per-Pixel Petersson / imagebank.sweden.se
Svíar gegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni 2024. Öruggari, grænni og frjálsari Norðurlönd er meginstefið í formennskuáætluninni þar sem sérstök áhersla er lögð á aukinn hreyfanleika yfir landamæri og samþættingu.

Formennskuáætlun Svíþjóðar, sem liggja mun til grundvallar við samstarf norrænu ríkisstjórnanna á árinu 2024, er ætlað að vinna að Framtíðarsýn okkar 2030 um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.

Áætlunin skiptist í eftirfarandi fjögur áherslusvið:

Samþætt Norðurlönd án stjórnsýsluhindrana

Það þarf að vera einfalt að búa, stunda nám og vinnu og reka fyrirtæki á öllum Norðurlöndum og þvert á landamæri. Þess vegna verður í formennskutíð Svíþjóðar lögð aukin áherslu á samþættingu Norðurlanda.

 

Græn Norðurlönd

Norðurlönd eiga áfram að vera í fararbroddi í samkeppnishæfri og nýsköpunardrifinni umbreytingu, bæði heima fyrir og með því að kynna norrænar grænar lausnir um allan heim.

 

Samkeppnishæf Norðurlönd

Alþjóðleg samkeppnishæfni Norðurlanda er meðal annars mikilvæg fyrir þróun viðskipta okkar og einnig til að tryggja framtíðarhagsæld okkar.

 

Félagslega sjálfbær Norðurlönd

Félagslegt sjálfbær Norðurlönd felast meðal annars í því að borgarar upplifi öryggi og að samfélagið hafi mikinn viðnámsþrótt.