Frank Bakke-Jensen norrænn samstarfsráðherra

21.12.16 | Fréttir
Frank Bakke-Jensen, ráðherra EES- og ESB-mála í Noregi, tekur við af Elisabeth Vik Aspaker sem samstarfsráðherra Noregs.

Frank Bakke-Jensen er ættaður frá Båtsfjord í Finnmörku. Hann situr nú sitt annað kjörtímabil á norska Stórþinginu, en þar hefur hann hingað til verið talsmaður Hægriflokksins í sjávarútvegsmálum og fulltrúi í atvinnumálanefnd. 

Verkefni Bakke-Jensens sem fulltrúa Noregs í Norrænu ráðherranefndinni verður að sjá um samhæfingu norræns samstarfs á formennskuári Noregs 2017.

ERNA SOLBERG UM FORMENNSKU NOREGS