NÝ SKÝRSLA: Samstarf um velferð – norræn velferðarbandalög

09.02.16 | Fréttir
NY RAPPORT: Sammen om velferd – nordiske velferdsallianser
Norræna velferðarkerfið stendur traustum fótum í öllum norrænu löndunum, en jafnvel þó að kerfi séu sterk er nauðsynlegt að aðlaga þau þegar efnahagslegur samdráttur verður og til að bregðast við lýðfræðilegum breytingum. Af þessum ástæðum setti Norræna ráðherranefndin af stað þriggja ára áætlunina Sjálfbær norræn velferð árið 2013. Í skýrslunni Norræn velferðarbandalög (Nordiske velfærdsalliancer) má finna nýja þekkingu og nýskapandi lausnir og hún veitir innblástur til endurnýjunar og endurbóta á velferðarkerfinu.

Verkefnin sem heyra undir Sjálfbæra norræna velferð eiga það sameiginlegt að þau sýna að mun betri árangur næst þegar starfað er saman að sameiginlegum úrlausnarefnum.

Áætlunin hefur meðal annars sýnt hvernig starfsmenntun getur dregið úr atvinnuleysi ungmenna, hvernig velferðartækni getur tryggt stöðu heilbrigðis- og umönnunargeirans til framtíðar, hvernig hægt er að sjá til þess að læknismeðferð verði áfram á heimsmælikvarða – meðal annars á mjög sérhæfðum sviðum – og hvernig samnorrænn aðgangur að upplýsingum getur skilað þeirri þekkingu sem þarf til að hægt sé að stemma stigu við vaxandi ójöfnuði.

„Þessi þekking er mikilvæg til að hægt sé að búa norræna líkanið undir framtíðina. Ég vona að niðurstöður og reynsla síðustu þriggja ára geti verið öðrum innblástur til að setja af stað enn fleiri norræn verkefni á sviði velferðarmála,“ segir Daginn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Skýrslan í heild.

Framhaldið

Í þriggja ára forgangsverkefni formennsku Finna í Norrænu ráðherranefndinni 2016 um nýskapandi og opin Norðurlöndum þar sem fólki líður vel og hefur jafnan aðgang að velferð, menntun, menningu og vinnu er lykilþáttum áætlunarinnar fylgt eftir.

Nánari upplýsingar hér: