Nýtt norrænt samstarfsnet um heilabilun

08.06.15 | Fréttir
Beina þarf aukinni athygli að einstaklingum með heilabilun því þeim fjölgar eftir því sem meðalævilengd Norðurlandabúa eykst. Þetta er ein af grunnhugsunum á bak við Norræna samstarfsnetið um heilabilun (2015-2017) sem Norræna velferðarmiðstöðin um hafa umsjón með fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Í samstarfsnetinu eru fulltrúar yfirvalda, ráðuneyta og sjúklingasamtaka.

Um hálf milljón manna á Norðurlöndum hefur verið greind með heilabilun og talið er að mikill fjöldi fólks þjáist af heilabilun án þess að hafa fengið greiningu. Rannsóknir sýna að sjúklingum með heilabilun fjölgar ört og að fjöldi Norðurlandabúa sem þjást af henni mun tvöfaldast fyrir árið 2050.

Áhersla á fámenna markhópa

Starfsumboð samstarfsnetsins er til þriggja ára. Það stefnir einkum að því að efla ráðstafanir og samstarf varðandi fámenna markhópa og vandamál sem að þeim steðja.

Markhóparnir og áherslusviðin eru einkum:

  • Einstaklingar með fötlun sem þjást af heilabilun
  • Einstaklingar úr minnihlutahópum sem þjást af heilabilun
  • Velferðartækni á sviði meðferðar sjúklinga með heilabilun

Markmið samstarfsnetsins er að stuðla að norrænu notagildi á sviði heilabilunar, meðal annars með því að safna saman og miðla norrænum rannsóknum og góðum starfsháttum og að efla upplýsingastarf á sviði heilabilunar.

Húsnæðismál, velferðartækni og meðferð

Í tengslum við undirbúningsverkefni vegna samstarfsnetsins var árið 2014 staðið fyrir þremur vinnustofum þar sem unnið var með eftirfarandi þemu: velferðartækni í umönnun sjúklinga með heilabilun, húsnæðismál sjúklinga með heilabilun og meðferð/umönnun einstaklinga með heilabilun.

Greint er frá umræðunum í ritinu Nordiskt demensnätverk sem gefið var út 2015.

Nánari upplýsingar: www.nordicwelfare.org