Sendið inn tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2016

29.02.16 | Fréttir
Vinder af Nordisk Råds natur- og miljøpris 2015
Photographer
Magnus Froderberg/norden.org
Þema Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs á þessu ári er stafræn nýsköpun sem ýtir undir sjálfbæran lífsstíl. Öllum er frjálst að senda tilnefningar. Tilkynnt verður um verðlaunahafann í Kaupmannahöfn 1. nóvember næstkomandi í tengslum við Norðurlandaráðsþing.

Skilyrði fyrir tilnefningu

Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem með fyrirmyndarvinnubrögðum hefur gert tillit til umhverfisins að föstum þætti í rekstri sínum eða starfi, eða sem á annan hátt hefur unnið mikilsvert starf fyrir umhverfið. Verðlaunahafinn, eða það sem á að verðlauna, þarf að búa yfir norrænu sjónarhorni og starfa á Norðurlöndum og/eða í tengslum við aðila utan Norðurlanda.

Þema ársins og þín tillaga

„Með þema ársins viljum við vekja athygli á hvoru tveggja starfsemi sem þegar hefur haslað hefur sér völl eða á nýjum verkefnum þar sem nýstárlegar stafrænar lausnir efla og hvetja til sjálfbærs lífsstíls,“ segir norræna dómnefndin. 

Veist þú um norrænt fyrirtæki, samtök eða einstakling sem notar stafræna nýsköpun til að stuðla að sjálfbærum lífsstíl? Sendur þá inn tilnefningu með rökstuðningi sem má að hámarki vera ein A4-síða.

  • Tilnefningareyðublað

Frestur til að skila tilnefningum er til miðvikudags 20. apríl 2016.

Verðlaunin og verðlaunaafhendingin

Tilnefningarnar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs verða birtar í júní. Verðlaunin verða afhent í 22. sinn í Kaupmannahöfn 1. nóvember 2016. Verðlaunin nema 350.000 dönskum krónum.

Fyrri verðlaunahafar

2015 Orkufyrirtækið SEV í Færeyjum (græn rafvæðing)

2014 Reykjavíkurborg (breitt og markvisst starf að umhverfismálum)

2013 Selina Juul frá Danmörku (barátta gegn matarsóun)

Sjá fyrri verðlaunahafa