Document Actions

Þrettán verk tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018

Fulltrúar landanna í norrænu dómnefndinni hafa tilnefnt eftirfarandi þrettán verk til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018.

22.02.2018

Danmörk

Velsignelser eftir Caroline Albertine Minor. Smásögur, Rosinante, 2017.

Indigo. Roman om en barndom eftir Vita Andersen. Skáldsaga, Rosinante, 2017

Finnland

God morgon eftir Susanne Ringell. Stuttur prósi. Förlaget M, 2017                  

Ontto harmaa eftir Olli-Pekka Tennilä. Ljóðabók, Poesia, 2016

Færeyjar

Gudahøvd eftir Jóanes Nielsen. Ljóðabók, Mentunargrunnur Studentafelagsins, 2017.                     

Grænland

Illinersiorluni ingerlavik inussiviuvoq eftir Magnus Larsen. Sjálfsævisaga, Maanuup atuakkiorfia, 2017

Ísland

Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Skáldsaga, Benedikt bókaútgáfa, 2016

Ljóð muna rödd eftir Sigurð Pálsson. Ljóðasafn, JPV útgáfa, 2016

Noregur

Jeg har ennå ikke sett verden eftir Roskva Koritzinsky. Smásögur, Aschehoug, 2017

Begynnelser  eftir Carl Frode Tiller. Skáldsaga, Aschehoug, 2017 

Svíþjóð

Tapeshavet eftir Gunnar D Hansson. Ljóðabók, Albert Bonniers Förlag, 2017.

Doften av en man eftir Agneta Pleijel. Skáldsaga, Norstedts, 2017

Álandseyjar

Algot eftir Carina Karlsson. Skáldsaga, Schildts & Söderströms, 2017

Verðlaunahafi tilkynntur 30. október

Verðlaunahafinn er kynntur og tekur á móti verðlaunum sem nema 350 þúsund dönskum krónum í Norsku óperunni í Ósló þegar Norðurlandaráð þingar þar í borg.

Um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt allt frá árinu 1962 fyrir fagurbókmenntir sem ritaðar eru á norrænni tungu. Það getur verið skáldsaga, leikverk, ljóðabók, smásagnasafn eða ritgerðasafn sem uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi. Verðlaununum er ætlað að auka áhuga á bókmenntum og tungumálum grannþjóðanna og menningarlegri samkennd þjóðanna.

Tengiliðir

Elisabet Skylare
Sími +45 2171 7127
Netfang elisky@norden.org