Tilnefningar til barna- og unglingabókmennta- verðlauna Norðurlanda- ráðs kynntar 26. mars

20.03.14 | Fréttir
Vinnare av Nordiska rådets Barn- och ungdomslitteraturpris 2013
Photographer
Magnus Froderberg/norden.org
Miðvikudaginn 26. mars kl. 13 verða tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs kynntar í norræna sýningarbásnum á alþjóðlegu bókasýningunni í Bologna.

Í næstu viku mun dómnefnd kunngera tilnefningar í nýjum verðlaunaflokki Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir. Tilnefninga ársins til þessara virtu, norrænu verðlauna er beðið með eftirvæntingu.

Barna- og unglingabókaverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti árið 2013 og vöktu strax mikla athygli fjölmiðla í öllum Norðurlöndunum. Finnska bókin Karikko (Blindsker) eftir Seita Vuorela, með myndskreytingum Jani Ikonen, varð fyrsta verkið til að hljóta hin nýju verðlaun. Verðlaunin voru afhent um leið og önnur verðlaun Norðurlandaráðs og var afhendingunni sjónvarpað beint frá verðlaunaafhendingunni í Ósló.

Tilnefningar ársins 2014 verða birtar á heimasíðu Norðurlandaráðs, www.norden.org, jafnóðum og þær verða kunngerðar á bókasýningunni í Bologna.

Tilkynnt verður um vinningshafa barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi þann 29. október 2014.

Verðlaun Norðurlandaráðs eru alls veitt í fimm flokkum. Vinningshafar hljóta verðlaunafé að upphæð 350.000 d.kr.