Álitsdrög: Norræn samstarfsáætlun MR-SAM 2025-2030

20.03.24 | Consultation
Í samstarfsáætlun MR-SAM 2025-2030 er í samræmi við framtíðarsýnina til 2030 meðal annars sett í forgang vinnan við frjálsa för, upplýsingar og baráttan gegn stjórnsýsluhindrunum. Borgarasamfélagið, réttindi barna og ungs fólks og öflugt norrænt samstarf um samfélagsöryggi eru einnig á meðal forgangsmála. Þá er einnig sjónum beint að auknum alþjóðlegum áhrifum Norðurlanda.

Upplýsingar

Deadline
fös, 26/04/2024 - 11:59 EH

Norræna samstarfsráðherranefndin, MR-SAM, ber almenna ábyrgð á samræmingu á starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar. Jafnframt ákvarðar MR-SAM pólitískar áherslur í áætlunum og skiptir fjármagni ráðherranefndarinnar eftir fagsviðum í samræmi við Framtíðarsýn okkar 2030. Samstarfsáætlun MR-SAM 2025-2030 endurspeglar pólitískar áherslur og markmið samstarfsráðherranna og skiptir þeim í þrjú yfirmarkmið.


Samstarfsráðherrarnir leitast við að gera Norðurlönd að sjálfbærara og samþættara svæði. Það er gert meðal annars með því að efla þverfaglega starfsemi hvað varðar fjálsa för og gegn stjórnsýsluhindrunum og með auknu aðgengi að upplýsingum, sem einfaldar frjála för innan Norðurlanda. Í áætluninni er einnig lögð áhersla á að efla borgarasamfélagið og standa vörð um réttindi barna og ungs fólks. Sú staða sem uppi er í alþjóðamálum krefst einnig öflugara norræns samstarfs um samfélagsöryggi. Þá verður áhersla lögð á alþjóðastarf ráðherranefndarinnar svo að auka megi áhrif Norðurlanda á alþjóðavettvangi. 


MR-SAM hefur tekið ákvörðun um markmið og undirmarkmið með starfinu á tímabilinu 2025–2030, sem lúta ofangreindum pólitískum áherslum. Yfirmarkmiðin þrjú eru að starf Norrænu ráðherranefndarinnar stuðli að því að framtíðarsýn okkar 2030 náist, mikillar samþættingar og frjálsa för á milli norrænu landanna og að norrænt sjónarhorn sé tryggt á landsvísu, svæðisbundið og á alþjóðavettvangi.


Samstarfsáætlunin er endurmetin eftir þrjú ár þar sem ráðherranefndin getur komið með breytingar fyrir síðari hluta tímabilsins. Skýrslugjöf og árangursmat er fram jafnóðum.

 

 

Sjá álitsdrög