Álitsdrög: Norræn samstarfsáætlun um atvinnustefnu 2025–2030

20.03.24 | Consultation
Samstarfsáætlun um atvinnustefnu 2025-2030 lýsir pólitískum áherslum og markmiðum á málefnasviðinu.

Græn umskipti atvinnulífsins krefjast þess að norræn fyrirtæki hafi getu og hæfni til að endurnýja sig og keppa á heimsmörkuðum þar sem efnahagslegar og landfræðipólitískar aðstæður eru ófyrirsjáanlegar. Á sama tíma eiga miklar lýðfræðilegar og samfélagslegar breytingar sér stað. Í því felast þær megináskoranir sem eru grundvöllur samstarfsáætlunar á sviði atvinnustefnu. 

 

Standa undir markmiðum landanna um græn umskipti
Mikilvægar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum krefjast nýrrar nálgunar í nýsköpun en hún mun geta greitt fyrir hinni hröðu tækniþróun. Norðurlönd geta með auknu samstarfi á sviði snjallra grænna lausna og aukinni samþættingu tryggt samkeppnishæfni sína og viðhaldið lífskjörum á svæðinu.

 

Hnattræn samkeppni og hröð tækniþróun sem tengist grænum og stafrænum umskiptum
Þær umbreytingar sem stafræn væðing hefur þegar haft á efnahag og atvinnulíf á Norðurlöndum mun halda áfram að krefjast þess að atvinnulífið aðlagist með markvissri nýtingu og þróun á starfænum lausnum.

 

Ófyrirsjáanlegar og breytanlegar efnahagslegar og landfræðipólitískar aðstæður
Nýr landfræðipólitískur veruleiki felur í sér sérstakar áskoranir fyrir Norðurlönd sem eru háð opnum alþjóðaviðskiptum og fjárfestingum. Norðurlöndin geta tekið höndum saman um að nýta sameiginlegar styrkleikastöður og taka á berskjöldun norrænna fyrirtækja. 

 

Umbreytandi lýðfræðilegar og samfélagslegar breytingar
Umbreytandi lýðfræðilegar og samfélagslegar breytingar sem valda stöðugt vaxandi álagi á norræn velferðar- og heilbrigðiskerfi. Á sama tíma eru á Norðurlöndum miklir möguleikar til nýsköpunar á sviði heilbrigðis- og velferðarmála.

Sjá álitsdrög