Álitsdrög: Norræn samstarfsáætlun um dómsmál 2025-2030

20.03.24 | Consultation
Norrænir ráðherrar dómsmála vinna nú að nýrri samstarfsáætlun. Samstarfsáætlunin skal lýsa þeim pólitísku áherslum og markmiðum sem skulu gilda fyrir norrænt samstarf um orkumál á tímabilinu 2025-2030.

Upplýsingar

Deadline
fös, 26/04/2024 - 11:59 EH

Norræna ráðherranefndin um dómsmál er samstarfsvettvangur norrænna ráðherra dómsmála (MR-JUST). Ráðherrarnir njóta liðsinnis embættismannanefndar (ÄK-JUST). Fagsviðið hefur umsjón með fjárhagsáætlun sem fjármagnar verkefni sem tengjast samstarfi á sviðinu. 

 

Norrænir ráðherrar dómsmála hafa samþykkt drög að samstarfsáætlun sem skal gilda fyrir tímabilið 2025-2030. Drögin lýsa markmiðum á þremur verkefnasviðum: „Samræmi lögjafar á Norðurlöndum“, „réttaröryggi á Norðurlöndum“, og „forvarnir og barátta gegn brotastarfsemi“. 

 

Á sviði „samræmi löggjafar“ er markmiðið meðal annars að fyrirbyggja og vinna gegn stjórnsýsluhindrunum sem verða vegna aðstæðna í kringum löggjafarstarf í norrænu löndunum. 

 

Hvað varðar „réttaröryggi á Norðurlöndum“ snúast markmiðin um að viðhalda réttaröryggi fyrir alla íbúa og fyrirtæki á Norðurlöndum og að standa vörð um grunnréttindi, m.a. vegna stafrænnar væðingar í opinbera geiranum.

 

Á sviðinu „forvarnir og barátta gegn brotastarfsem“ varða markmiðin m.a. að fyrirbyggja og berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi, gengjaglæpum, mansali, netglæpum og að fyrirbyggja og koma í veg fyrir ofbeldi í nánum samböndum.

 

Samstarfið á sviði dómsmála skal styðja við stefnumarkandi áherslurnar um félagslega sjálfbær Norðurlönd og samkeppnishæf Norðurlönd. sem er hluti Framtíðarsýnar okkar 2030.

Sjá álitsdrög