Álitsdrög: Norræn samstarfsáætlun um menningarmál 2025–2030

20.03.24 | Consultation
Í samstarfsáætlun um menningarmál koma fram pólitísk málefni og forgangsverkefni fyrir árin 2025-2030 og er hún stýrandi skjal fyrir alla starfsemi á vegum ráðherranendarinnar um menningarmál. Norræn samstaða og samþætting á að byggjast á traustu norrænu samstarfi á sviði menningar- og fjölmiðlamála.

Upplýsingar

Deadline
fös, 26/04/2024 - 11:59 EH

Allt frá undirritun Helsingforssamningsins árið 1962 hefur menningarsamstarfið verið einn af hornsteinum starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar. Í Helsingforssamningnum er kveðið á um að norrænt samstarf skuli styðja við og styrkja menningarlega þróun og stuðla að samskiptum á sviði bókmennta, lista, tónlistar, leiklistar, kvikmyndagerðar og annarra menningarsviða og nýta samstarfstækifæri á sviði útvarps og sjónvarps.  

 

Á grundvelli þessa á norrænt samstarf á menningarsviði að efla og ýta undir samskipti á milli aðila úr menningar- og fjölmiðlageiranum á Norðurlöndum, stuðla að vexti menningarlegra og skapandi greina og auknum hreyfanleika og samtali. Frelsi í listum og menningu, frjálsir og óháðir fjölmiðlar og meginreglan um armslengd leggja grunninn að tjáningarfrelsi, þekkingarmiðlun, lýðræðisþátttöku og skoðanaskiptum. 

 

Styrkjakerfi og menningarstofnanir Norrænu ráðherranefndarinnar eru burðarstoðir norræns samstarfs á sviði menningarmála og gegna mikilvægu hlutverki í tengslum við Framtíðarsýn okkar 2030. Starfsemi stofnananna og framlög styrkjakerfanna skipta miklu máli í norrænu, norræn-baltnesku og alþjóðlegu menningarlífi.

Sjá álitsdrög