Álitsdrög: Norræn samstarfsáætlun um menntun, rannsóknir og tungumál 2025-2030

20.03.24 | Consultation
Núverandi samstarfsáætlun um menntun, rannsóknir og tungumál rennur út árið 2024 og þess vegna hefur ný áætlun verið mótuð. Nýju samstarfsáætluninni er ætlað að veiti skýra stefnu fyrir norrænt samstarf á sviði menntunar, rannsókna og tungumála fram til ársins 2030. Það er ósk okkar að hlutaðeigandi aðilar sendi inn álit sitt á áætluninni.

Upplýsingar

Deadline
fös, 26/04/2024 - 11:59 EH

Menntamál, rannsóknir og tungumál eru eitt af helstu málefnasviðum Norrænu ráðherranefndarinnar sem skiptir sköpum þegar kemur að því að uppfylla markmið framtíðarsýnarinnar fyrir árið 2030 og að Norðurnönd verði betur í stakk búin til þess að mæta kreppum framtíðarinnar.


Pólitískar áherslur samstarfsáætlunarinnar eru byggðar á sameiginlegum áskorunum Norðurlanda og þeim þáttum þar sem norrænu löndin geta í sameiningu komið með lausnir og skapað norrænan virðisauka. 

 

Í áætluninni koma fram nokkur markmið og undirmarkmið svo að þessu verði náð. Til þess að umskiptin gangi vel fyrir sig verðum við að hafa metnað til þess að menntun á Norðurlöndum sé af háum gæðum, að allir öðlist góða grunnfærni og að allir upplifi leikskóla- og skólavist þar sem ýtt er undir lýðræðisþátttöku og unnið gegn félagslegri einangrun og upplýsingaóreiðu. Menntun á Norðurlöndum á að fela í sér tækifæri fyrir allan almenning, frá unga aldri og út alla ævina, og hún þarf að þróast í takt við þarfir atvinnulífsins. Við þurfum áframhaldandi samfélagslega mikilvægar rannsóknir af miklum gæðum á heimsmælikvarða auk tungumálastefnu sem skapar sjálfsmynd og styrkir samkeppnishæfi.

Sjá álitsdrög