Álitsdrög: Norræn samstarfsáætlun um orkumál 2025-2030

20.03.24 | Consultation
Samstarfsáætlunin MR-ENERGI fjallar um pólitísk forgangsverkefni og markmið fyrir norrænt samstarf á sviði orkumála á tímabilinu 2025-2030. Útgangspuntkurinn er framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030.

Upplýsingar

Deadline
fös, 26/04/2024 - 11:59 EH

Í samræmi við framtíðarsýnina 2030 er markmiðið með samvinnu á sviði orkumála að viðhalda og efla viðnámsþrótt norrænu landanna, sjálfbærni og samkeppnisfærni með því að gera Norðurlöndum kleift að ná markmiðum sínum um að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Sjálfbær umskipti í norrænu samfélagi verða ekki án umtalsverðra orkuumskipta.

Norðurlönd hafa langa reynslu af uppbyggilegu samstarfi á sviði orkumála og þó svo að löndin séu ólík er er um að ræða einstakt samfélag og markvisst samstarf sem styður það starf að skapa sjálfbærar lausnir og takast á við sameiginlegar áskoranir.


MR-ENERGI vill forgangsraða verkefnum til þeirra málaflokka þar sem samstarf landanna getur skilað meiri árangri en löndin geta hvert fyrir sig. Sérstök áhersla verður lögð á:

  • Traust afhendingaröryggi orku til norrænna notenda og fyrirtækja.
  • Styrkta stöðu Norðurlanda fyrir orkuskipti og nýsköpun. 
  • Uppbyggingu enn skilvirkari og meira nýskapandi norræns orkumarkaðar.
  • Sterkari Norðurlönd í alþjóðlegu orkumálasamstarfi.

Sjá álitsdrög