Álitsdrög: Norræn samstarfsáætlun um stafræna væðingu 2025-2030

20.03.24 | Consultation
Í áætlun MR DIGITAL er fjallað um pólitísk forgangsatriði fyrir samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna um stafræna væðingu fyrir tímabilið 2030-2025, byggt á núverandi samstarfi og á grundvelli sameiginlegra gilda okkar. Útgangspunkturinn er framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta í heimi fyrir árið 2030.

Upplýsingar

Deadline
fös, 26/04/2024 - 11:59 EH

Samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna innan MR DIGITAL einkennist af sameiginlegum tækifærum og áskorunum. Samstarfsáæltunin miðar að því að finna samstarfsfleti sem skila notagildi þar sem hugað er að þremur meginmarkmiðum:  1) Stuðla að stafrænum grænum umskiptum 2) Öruggt, tengd og stafrænt samhæft svæði 3) Örugg, inngildandi og manneskjumiðuð stafræn umskipti til að tryggja viðnámsþolin samfélög.


Í samstarfsáætluninni mun MR DIGITAL, í nánu samstarfi við aðrar ráðherranefndir, leggja sitt af mörkum svo að opinberi geirinn uppfylli þarfir bæði fólks og fyrirtækja á svæðinu núna og til framtíðar, stuðla að frjálsri för og tengingu milli svæða, efla stafræna færni og hæfni og ábyrga notkun stafrænnar tækni auk þess að taka forystuna í að átta sig á stafrænu og grænu umskiptin og sjálfbæran hagvöxt.


MR-DIGITAL mun taka þátt í samstarfi að samþykktum Evrópustöðlum, innviðum, samnýtingu gagna, gagnarýmum og samvirkni, sem og tengjanleika í samræmi við viðeigandi framtaksverkefni og löggjöf Evrópusambandsins.


Norðurlönd og Eystrasaltsríkin geta verið leiðandi í stafrænni umbreytingu í ESB og á heimsvísu og sýnt fram á að hægt sé að nota stafræna tækni og gögn og miðla þeim á sanngjarnan, opinn, öruggan, ábyrgan og lýðræðislegan hátt.  Með samstarfi er hægt að styrkja rödd Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á alþjóðlegum vettvangi, til að hafa áhrif á stefnur og viðmiðanir sem koma út úr því starfi til að tryggja að þau séu í samræmi við gildi okkar og fyrirliggjandi kerfi.

Sjá álitsdrög