Álitsdrög: Norræn samstarfsáætlun um umhverfis- og loftslagsmál 2025–2030

20.03.24 | Consultation
Samstarfsáætlun fyrir umhverfis- og loftslagsmál árin 2025-2030 snýst um sameiginlegar áskoranir og tækifæri sem tengjast hinni hnattrænu þríþættu vá sem segir að lausnir á sviði loftslagsmála, umhverfismála og mengun skuli sameina og vinna að í sameiningu. Heildarmarkmið samstarfsáætlunarinnar byggja á þremur stoðum þessarar kreppu og leggja áherslu á mikilvægi þess að stuðla að samverkandi lausnum ásamt því að styðja við þverfagleg og alhliða sjálfbær samfélagsleg umskipti.

Upplýsingar

Deadline
fös, 26/04/2024 - 12:00 FH

Markmið og undirmarkmið í samstarfsáætluninni taka til þátta er tengjast öllum þremur forgangsverkefnum undir framtíðarsýninni 2030 um að stuðla að grænum, samkeppnishæfum og félagslega sjálfbærum Norðurlöndum. Hið norræna notagildi má finna í hinu eiginlega samstarfi á milli norrænu landanna, í samræmi við ESB og í samræmi við um ráðandi alþjóðasamninga á sviði loftslags- og umhverfismála. Samstarfsáætlunin hefur breiða skírskotun til tiltekinna málefna á sviði loftslagsmála, umhverfismála, mengunar og hringrásar og inniheldur markviss samstarfstækifæri.

 

Samstarfsáætlunin skal stuðla að því að norrænu löndin geti náð metnaðarfullum markmiðum sínum á sviði loftslags-, umhverfis- og náttúrmála og að samstarf á sviði loftslags- og umhverfismála haldi áfram að vera leiðandi og metnaðarfullt á heimsvísu.

Sjá álitsdrög