Norræn yfirlýsing um byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð með lágu kolefnisspori og hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins í byggingariðnaði

10.10.19 | Yfirlýsing
Norræn yfirlýsing um byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð með lágu kolefnisspori og hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins í byggingariðnaði

Upplýsingar

Adopted
10.10.2019
Location
Reykjavik

Við, ráðherrar á sviði byggingar- og húsnæðismála á Norðurlöndunum:

  • Skuldbindum okkur til að berjast gegn loftslagsbreytingum og draga úr losun vegna bygginga. Mikil orku- og viðhaldsþörf á líftíma bygginga leiðir til óheftrar losunar gróðurhúsalofttegunda og úrgangs.
  • Athugið að norræna markmiðinu um forystuhlutverk í loftslagsmálum á alþjóðavettvangi – yfirlýsing sem norrænu forsætisráðherrarnir og framkvæmdastjórar leiðandi norrænna fyrirtækja sendu frá sér 20. ágúst 2019 á Íslandi og sem norrænu forsætisráðherrarnir og aðrir ráðherrar ríkisstjórnanna sendu frá sér 25. janúar 2019 – er ekki hægt að ná nema gripið sé til skjótra aðgerða. Gera þarf breytingar á mannvirkjagerð, viðhaldi og lífsháttum, án þess að stefna öryggi, hagkvæmni og ástandi bygginga í hættu.

Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð með lágu kolefnisspori og skipulagsmál

  • Við fögnum þeim aðgerðum sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar hefur gripið til í þá veru að efna til viðræðna stjórnvalda á Norðurlöndunum til að stuðla að byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð með lágu kolefnisspori.
  • Við leggjum áherslu á mikilvægi áframhaldandi og aukins samstarfs á þessu sviði svo Norðurlönd geti notið góðs af og miðlað sín á milli snjöllum nýsköpunarlausnum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð með lágu kolefnisspori.
  • Við leitum eftir samstarfi um lausnir með lágu kolefnisspori í landnotkunar- og borgarskipulagi á Norðurlöndum.
  • Við samþykkjum að halda áfram samstarfi um samræmingu viðeigandi aðgerða, aðferða, gagna, tækja og stefnu um kolefnishlutlausar byggingar.
  • Við leitum eftir stuðningi hagsmunaaðila í byggingar- og fasteignageiranum og skyldum greinum varðandi sameiginlegar norrænar aðgerðir um kolefnishlutleysi í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og hagkvæmt viðhald bygginga.
  • Við förum þess á leit við háskóla og rannsóknarstofnanir að mynda tengslanet til að auka þekkingu og getu til skjótra umskipta yfir í kolefnishlutlausar byggingar án þess að stefna í hættu öryggi, hagkvæmni og ástandi bygginga.
  • Við skuldbindum okkur til að sækjast eftir forystu á alþjóðavettvangi svo að Norðurlönd geti orðið í fararbroddi varðandi þróun í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð með lágu kolefnisspori.

Hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins í byggingariðnaði

  • Athugið að núverandi byggingar eru fjársjóður nýtanlegs efnis sem ætti að nota án þess að stofna heilsu, öryggi og endingu í hættu.
  • Við gerum okkur grein fyrir að þörf er á Evrópusambandslöggjöf til að koma á sjálfbærri notkun byggingarefna og til að ryðja úr vegi hindrunum sem snúa að endurvinnslu og endurnýtingu byggingarefna.
  • Við bjóðum Norðurlöndunum að eiga samstarf í ráði Evrópusambandsins í því skyni að hafa áhrif á væntanlega endurskoðun byggingarvörureglugerðar ESB. Því er ætlað að greiða fyrir innleiðingu hugmyndafræði hringrásarhagkerfis í byggingariðnaði og veita byggingariðnaðinum stuðning í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Af þeim sökum

  • Samþykkjum við að málefni sem tekin eru fyrir í þessari yfirlýsingu njóti algjörs forgangs.
  • Förum við þess á leit við framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar að hann kanni möguleika á fjárstuðningi til að samræma aðgerðir varðandi byggingareglugerðir og takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda frá byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.
  • Lýsum við eindregnum vilja til að halda áfram vinnu að byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð með lágu kolefnisspori og samþættingu hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins í byggingariðnaði.
Contact information