Bankareikningur á Íslandi

Grønlandske barselsdagpenge

Hér geturðu lesið um þau skilyrði sem þú þarft að uppfylla til þess að geta stofnað bankareikning og tekið bankalán á Íslandi.

Stofnun bankareiknings

Viðskiptabankar á Íslandi geta gert mismunandi kröfur til þeirra sem hyggjast stofna til viðskipta hjá þeim. Meginreglan er þó sú að þeir sem vilja stofna bankareikning á Íslandi þurfa að hafa bæði íslenska kennitölu og lögheimili á Íslandi. Vextir bankanna geta einnig verið mismunandi sem og þjónusta þeirra. Því er gott að huga að því hvaða banki býður bestu kjörin og hvaða banki er með þjónustuútibú nálægt aðsetri viðkomandi, áður en reikningur er stofnaður.

Bankarnir bjóða upp á margskonar þjónustu. Netbankar eru mikið notaðir til þess að sinna ýmisskonar bankaviðskiptum. Til þess að nota netbanka þarf viðkomandi að hafa rafræn skilríki. 

Greiðslukort og lán

Bönkum er í sjálfvald sett hvort þeir gefa út greiðslukort og veita lán. Best er að hafa samband við viðskiptabanka viðkomandi til þess að kanna þá möguleika og þau kjör sem eru í boði. Bankar geta ekki kannað lánshæfi yfir landamæri á Norðurlöndum.

Rafræn skilríki

Allir þeir sem hyggjast nýta sér þjónustu netbanka þurfa að hafa rafræn skilríki. Með rafrænum skilríkjum geturðu sýnt fram á hver þú ert og undirritað samninga og greiðslur hjá yfirvöldum og fyrirtækjum og staðfest hvert þú ert eða kaup þín með lykilorði. Það þarf að sækja um þau sérstaklega. 

Hafa samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna