Fyrirtæki á Álandseyjum

Verksamhet
Ljósmyndari
Johannes Jansson / norden.org
Hér er að finna upplýsingar varðandi stofnun fyrirtækis, mannaráðningar, sölu og verslun fyrir þig sem hyggst stofna fyrirtæki á Álandseyjum.

Á evrópsku vefgáttinni Your Europe geturðu kynnt þér reglur um stofnun fyrirtækis í öðrum ESB-/EES-löndum. Samstarfsnetið Enterprise Europe Network veitir svör við spurningum varðandi ESB og Evrópumarkað.

Að hefja rekstur á Álandseyjum

Ef þú hyggst stofna fyrirtæki á Álandseyjum veitir Ålands Näringsliv, en það eru stærstu samtök atvinnurekenda á Álandseyjum, allar upplýsingar sem varða stofnun fyrirtækis, mannaráðningar og fyrirtækjarekstur. Ålands Näringsliv fjallar um skattlagningu, málefni atvinnurekenda og alþjóðaviðskipti en stendur einnig að upplýsingagáttinni Startaeget.ax fyrir fólk sem hyggst hefja rekstur á Álandseyjum.

Álensk fyrirtæki á Norðurlöndum

Álensk fyrirtæki sem hyggja á útrás eða viðskipti við önnur Norðurlönd geta leitað liðsinnis Ålands Näringsliv, sem aðstoðar fyrirtæki við að hasla sér völl á norrænum mörkuðum.

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú ert með spurningar eða vilt sækja um leyfi til að stofna eða reka fyrirtæki á Álandseyjum geturðu leitað til landsstjórnar Álandseyja.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna