Meðganga og fæðing í Færeyjum

Graviditet og fødsel på Færøerne
Hér er að finna upplýsingar um þjónustu á meðgöngu og fæðingar í Færeyjum.

Óskir þú eftir að tala við ljósmóður á spítalanum er hægt að hringja til:

Landssygehuset í Þórshöfn: kl. 10.30 - 12.30, þriðjudaga og fimmtudaga í síma 30 45 25

Þú átt þess kost að dvelja á spítalanum allt að fimm daga eftir fæðingu. Þetta gefur þér kost á sjúkraþjálfun, samtölum við ljósmóður og aðstoð og leiðbeiningar varðandi umönnun litla barnsins. 

Á meðgöngunni áttu þess kost að hitta ljósmóðurina þína á Landssygehuset í Þórshöfn, á spítalanum á Suðurey og í Klakksvík og í nokkrum minni sveitarfélögum í landinu. Hringdu í ljósmæðrasímann á Landssygehuset til þess að panta tíma í síma 30 45 25.

Hægt er að hitta ljósmóðurina nokkrum sinnum meðan á meðgöngunni stendur. Ljósmæðraþjónustan veitir barnshafandi konum leiðbeiningar varðandi meðgöngu og fæðingu auk fæðingarundirbúnings, nálastungumeðferðar, námskeiðs til að hætta að reykja, fæðingarhjálpar og eftirskoðunar og samtala eftir fæðingu.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna