Norskar dánarbætur

Norske ytelser ved dødsfall
Hér geturðu lesið um norskar reglur um greiðslur dánarbóta.

Í sumum tilvikum getur þú átt rétt á bótum við fráfall aðstandanda. Meginreglan er að þú þarft að eiga aðild að almannatryggingum í Noregi til þess að eiga rétt á dánarbótum. NAV (vinnumála- og velferðarstofnunin) annast greiðslur dánarbóta til aðstandenda.

Áttu rétt á dánarbótum við fráfall maka?

Ef þú misstir maka þinn eða sambýling sem þú áttir börn með gætir þú átt rétt á aðlögunarstyrk í tiltekið tímabil eftir dauðsfallið. Í sumum tilfellum getur þú einnig fengið bætur ef þú hafðir skilið við hinn látna. Að meginreglunni til þarftu að vinna eða vera í starfnámi eftir 6 mánuði til að þú getir framleitt þér.

Réttur þinn á bótum við fráfall maka ræðst af lengd hjónabandsins og hvort þið eigið börn. Meginreglan er að hinn látni þarf að hafa verið almannatryggð/ur í Noregi síðustu fimm árin fyrir andlátið. Í sumum tilfellum getur aðild að almannatryggingum í öðru EES-ríki talist á sama hátt og aðild að almannatryggingum í Noregi.

Meginreglan er að þú þarft að eiga aðild að almannatryggingum til þess að eiga rétt á aðlögunarstyrk í Noregi. Nánari upplýsingar um aðlögunarstyrk og rétt til hans er að finna á tenglunum hér að neðan.

Áður var hægt að fá makalífeyri, en sá lífeyrir verður felldur niður og ekki veittur nýjum einstaklingum.

Áttu rétt á dánarbótum við fráfall foreldris?

Barn sem missir annað eða báða foreldra sína getur átt rétt á barnalífeyri. Barnalífeyrir á að tryggja afkomu barnsins og sér NAV um greiðslurnar.

Hvað verður um ellilífeyri maka við andlát? 

Réttur til ellilífeyris frá norskum almannatryggingum helst til æviloka og lýkur við andlát. Með öðrum orðum þá erfist hann ekki. Eftirlifandi maki getur sótt um aðlögunarstyrk í tiltekinn tíma eftir dauðsfallið.

Hvert skal leita með spurningar?

Hafðu samband við NAV ef þú ert með spurningar um dánarbætur til eftirlifandi maka eða barnalífeyri.

Hafa samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna