Starfsleyfi og viðurkenning erlendra prófgráða á Íslandi

Viðurkenning á prófum á Íslandi
Stundum þarf að láta meta nám eða sækja um löggildingu á starfsréttindum í tengslum við vinnu eða nám. Hér eru upplýsingar um akademískt mat á námi og mat á starfsréttindum.

Akademískt mat á námi

NARIC/ENIC-skrifstofa Íslands fæst við akademískt mat á námi. Hún er rekin innan Háskóla Íslands en þjónustar allar íslenskar háskólastofnanir.

Á skrifstofunni eru ekki teknar ákvarðanir um mat á námi, aðeins eru veittar leiðbeiningar og ráðgjöf þar um. Verkefni skrifstofunnar fela meðal annars í sér að veita umsögn um mat á prófgráðum út frá matsaðferðum NARIC og ENIC samstarfsnetanna og að veita upplýsingar um prófgráður, menntakerfi og matsferli til einstaklinga, háskóla og annarra hagsmunaaðila.

Mat á starfsréttindum

Mat á starfsréttindum fer fram hjá fagráðuneytum undir umsjón menntamálaráðuneytisins. Þannig sinnir heilbrigðisráðuneyti til að mynda löggildum á störfum innan heilbrigðisgeirans og iðnaðarráðuneyti sinnir löggildingu starfa í iðnaði.


Starfgreinareglur í ákveðnum greinum á Íslandi

Auk löggiltra starfsgreina gilda sérstakar reglur um sumar starfsgreinar, t.d. varðandi menntun og vottun. 

Hafðu samband við Info Norden til að fá nánari upplýsingar um starfsgreinareglur

Norræn fyrirtæki og einstaklingar eiga að geta unnið í öðrum norrænum löndum en í sumum tilvikum koma lög eða starfsgreinareglur í veg fyrir frjálsa för á milli norrænna vinnumarkaða.

Hindranir sem stafa af starfsgreinareglum þarf yfirleitt að leysa innan viðkomandi greinar. Oft má ráða bót á vandamálum vegna hindrana með betri upplýsingagjöf. Það getur verið í gegnum starfsgreinasamtök, stéttarfélög eða upplýsingaþjónustur á borð við Info Norden.

Info Norden skorar á bæði starfsgreinasamtök, stéttarfélög, fyrirtæki og starfsfólk að leggja til upplýsingar um starfsgreinareglur á Norðurlöndum.

Ef þú þekkir til slíkra reglna á Norðurlöndum og þeirra hindrana sem þær kunna að hafa í för með sér máttu hafa samband við Info Norden og lýsa þeim eins vel og þú getur.

Hafa samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna