Stúdentaíbúðir og stúdentagarðar í Danmörku

Studieboliger og kollegier i Danmark
Hér finnurðu upplýsingar um stúdentaíbúðir í Danmörku.

Ef þú ert á leiðinni í nám til Danmerkur geturðu leitað á húsnæðismarkaði að leigu-, eignar- eða búsetahúsnæði.

Námsfólk velur þó oft að sækja um húsnæði á stúdentagörðum eða leiguíbúðum fyrir ungt fólk.

Yfirleitt er ódýrara að búa á stúdentagörðum en í íbúðum en rýmið er að sjálfsögðu þrengra.

Lág húsaleiga gerir það að verkum að oft er erfitt að finna íbúð og yfirleitt eru langir biðlistar að herbergjum á stúdentagörðum í stærri borgum.

Þess vegna borgar sig að sækja um herbergi á stúdentagarði eins snemma og hægt er.

Ef þú ætlar að sækja um herbergi á stúdentagarð hefurðu samband við stúdentagarðinn eða námsráðgjafa á menntastofnuninni þar sem þú hefur nám.

Nánari upplýsingar um stúdentagarða og leiguhúsnæði fyrir ungt fólk í Danmörku er að finna á vefnum ungdomsbolig.dk.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna