Áhersla á norrænan mat í formennskutíð Finna

23.02.16 | Fréttir
Höstdag hos Nordiska rådet och Nordiska ministerrådet
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Eitt af áherslusviðum finnska landbúnaðar- og skógræktarráðuneytisins í formennskutíð Finna árið 2016 er norrænn matur. Staðið verður fyrir ýmis konar viðburðum sem snúast um mat úr héraði, mat á vegum hins opinbera, eflingu norrænnar matarmenningar og ferðamennsku og sem stuðla að myndun samstarfsneta og upplýsingaskiptum um starfshætti.

Í október stöndum við fyrir finnska meistaramótinu í matarhandverki sem jafnframt er opið norrænum þátttakendum. Það verður viðamesti viðburðurinn í tengslum við matvæli í formennskutíðinni.

Meistaramót í matarhandverki

„Í október stöndum við fyrir finnska meistaramótinu í matarhandverki sem jafnframt er opið norrænum þátttakendum. Það verður viðamesti viðburðurinn í tengslum við mat í formennskutíðinni. Við höldum norræna námsstefnu um máltíðir á vegum hins opinbera á HoReCa-vörusýningunni í mars og norræna námsstefnu um matarmenningu og matarfræðslu í tengslum við finnsku sælkerahátðina (Herkkujen Suomi) í ágúst,“ segir Seija Ahonen-Siivola frá finnska landbúnaðar- og skógræktarráðuneytinu. 

Á þessum sviðum er reynsla landanna ólík og þess vegna eru mikil tækifæri fólgin í því að finna nýjar lausnir á sameiginlegum úrlausnarefnum. Er hægt að framleiða milljónir bragðgóðra, hollra og umhverfislega sjálfbærra máltíða í stóreldhúsum á vegum hins opinbera? Hvernig er hægt að auka áhuga matarhandverksmanna og neytenda á norrænum hráefnum og matarhefðum? Hvernig getum við starfað saman að því að efla matarmenningu og -vitund barna og ungmenna? Hvernig getum við tekið á matarsóun?

„Í Noregi hefur til dæmis verið unnið mikið með mat handa eldri borgurum frá hinu opinbera. Í Finnlandi hefur verið lögð áhersla á gæðaviðmið við innkaup á matvælum og á þróun skólamáltíða. Opinberi geirinn í Danmörku er á hinn bóginn í fararbroddi varðandi notkun vistvænna matvæla,“ segur Ahonen-Siivola.

Nú er einstakt tækifæri til að efla norrænt samstarf og við vonum að í kjölfar okkar starfs verði mynduð norræn samstarfsnet sem halda áfram að skiptast á skoðunum, hugmyndum og reynslu.

Samstarfsnet og miðlun reynslu eru lykilatriði

Starfsemin á formennskuárinu tengist náið áætlun Norrænu ráðherranarnefndarinnar um Nýja norræna matargerðarlist, en nú er þriðja tímabilið þar sem unnið er að henni.  Markmiðið er að efla norrænu víddina og breyta umræðunni þannig að ekki verði aðeins rætt um mat frá lands-, svæðis- og staðbundnum sjónarhóli heldur einnig um norrænan mat. Lögð er sérstök áhersla á að yngri kynslóðirnar taki þátt.

„Nú er einstakt tækifæri til að efla norrænt samstarf og við vonum að starfsemi okkar leiði til myndunar norrænna samstarfsneta sem haldi áfram að skiptast á skoðunum, hugmyndum og reynslu. Þetta hafa verið lykilþættir í velgengni áætlunarinnar um Nýja norræna matargerðarlist og þeir eru í forgrunni hjá okkur í formennskutíð Finnlands,“ segir Seija Ahonen-Siivola. 

  • Viðburðir í matvælageiranum í formennskutíð Finna 2016.
  • Meginþemun í formennskutíð Finna eru vatn, náttúra og mannfólk. Undir þemað náttúra heyra endurvinnsla næringarefna, matur úr héraði og náttúruferðamennska.