Bætt áhættugreining skilar auknu netöryggi

21.09.17 | Fréttir
Britt Lundberg och Sigurdur Emil omm cybersäkerhet
Photographer
Matts Lindqvist
„Við eigum að róa að því öllum árum að tæknin verði í þjónustu okkar en við ekki í hennar.“ Þetta sagði forseti Norðurlandaráðs, Britt Lundberg, í umræðu um netöryggi í tengslum við septemberfundi ráðsins í Reykjavík.

Auk stafrænnar væðingar var netöryggi ofarlega á dagskránni á fundum Norðurlandaráðs 19.–20. september. Britt Lundberg lagði áherslu á jákvæðar hliðar stafrænnar væðingar en sagði einnig að þróunin gæti boðið heim ýmsum hættum og úrlausnarefnum.

„Verum ávallt vakandi og meðvituð svo við getum spornað gegn þeim skaðlegu öflum sem vilja nýta stafræna tækni til að koma höggi á okkur og samfélög okkar,“ sagði hún.

Ný tækni, ný glæpastarfsemi

Sigurði Emil Pálssyni, formanni íslenska Netöryggisráðsins, var boðið á fundinn sem sérfræðingi. Hann fór yfir sögu tæknilegra landvinninga og sýndi fram á að þeim hefði alltaf fylgt glæpastarfsemi.

„Það myndi leysa margan vanda ef fleiri létu vinna áhættugreiningu á grundvelli þeirra upplýsinga sem eru til staðar,“ sagði Sigurður Emil.

Hann hvatti til aukinnar aðgæslu og sagði alltof algengt að fólk „læsti útidyrunum en hefði alla glugga galopna“.

„Verum ávallt vakandi og meðvituð svo við getum spornað gegn þeim skaðlegu öflum sem vilja nýta stafræna tækni til að koma höggi á okkur og samfélög okkar,“ sagði hún.

 

Britt Lundberg og Sigurður Emil Pálsson lögðu bæði áherslu á það mikla samstarf um netöryggi sem fram fer á Norðurlöndum í dag.

Á fundinum í Reykjavík kynnti Norðurlandaráð æskunnar yfirlýsingu þar sem norrænu löndin eru hvött til að tryggja bestu hugsanlegu vernd fyrir persónuupplýsingar um borgara, sama hvort henni yrði sinnt af opinbera geiranum eða einkaaðilum.

„Ef við viljum vera leiðandi í stafrænni væðingu þurfum við líka að tryggja að persónuupplýsingar um borgarana njóti bestu hugsanlegrar verndar,“ segir í yfirlýsingunni.