Á COP28 leggja Norðurlöndin enn ríkari áherslu á hlutverk lista og menningar í grænum umskiptum

01.12.23 | Fréttir
Kultur arena
Photographer
Linnéa E Svensson
Norrænu samstarfsþjóðirnar leggja áherslu á listir og menningu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, í Dúbaí. Í norræna sýningarskálanum fara umræður um hlutverk lista í grænu umskiptunum, viðkvæmt eðli menningararfleifðar er og þörfina á sjálfstæðri loftslagsblaðamennsku. Auk þess verður myndbandsverk Jessie Kleeman, „Arkhticós Dolorôs“, sýnt nokkrum sinnum.

Frá 1. til 11. desember verður norræni skálinn á COP28 vettvangur meira en 70 pallborðsumræðna, vinnustofa og skýrslukynninga. Í fyrsta sinn verða umræður og viðburðir sem snúast um listir og menningu hluti af dagskránni.

Öllum rökræðum og umræðum verður streymt beint á netinu fyrir öll sem vilja taka þátt, hvar sem þau eru stödd í heiminum.

Fréttir af loftslagsbreytingum: Blaðamennska á tvísýnum tímum

Pallborðsumræður: 6. desember, 17.15 til 18.00 (UTC+4)

Skýrsla Sameinuðu þjóðanna sýnir að rangar og villandi upplýsingar um loftslagsbreytingar standa í vegi fyrir grænum umskiptum.  Óháð umhverfisblaðamennska er nauðsynleg til að rannsaka og miðla því hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif á samfélög okkar og plánetu og hvað við getum gert til að laga okkur að þeim.  

Á þessum viðburði könnum við hlutverk blaðamanna, staðbundinna fjölmiðla og vísindamanna  í umhverfismálum og þörfina á sameiginlegri stefnu um loftslagsbreytingar til að berjast gegn röngum og villandi upplýsingum um loftslagsmál. 

Hlustið á reynslu ungra umhverfisblaðamanna og sérfræðinga UNESCO af baráttu gegn loftslagsvá og hvernig nýjar kynslóðir eru virkjaðar til þátttöku. UNESCO stendur einnig að þessum viðburði.

Erindi flytja: Gabriela Ramos frá UNESCO, Meral Jamal, sjálfstætt starfandi blaðamaður; Kristján Burgess, sérfræðingur í tjáningarfrelsi hjá UNESCO; Sara Tingström frá ungliðadeild WWF í Svíþjóð, Malene Nielsen frá UNESCO.

Engin umbreyting án ímyndunarafls: Máttur menningar og lista fyrir grænu umskiptin

Pallborðsumræður: 6. december, 18.15 til 19.00 (UTC+4)

Menning og listir eru mikilvægur þáttur í grænu umskiptunum. Sjónarhorn listamanna og skapandi fólks, sem og þekking þeirra á menningararfinum, býður upp á tækifæri og verkfæri til að skilja helstu áskoranir okkar tíma, svo sem loftslagsvandann. 

Sköpunargáfa og ímyndunarafl eru nauðsynleg til að þróa nýstárlegar lausnir og tryggja réttláta umbreytingu. 
Verið með okkur á þessum hvetjandi viðburði þar sem við skoðum og köfum djúpt ofan í tengsl menningar og loftslags. 

Erindi flytja: Jessie Kleemann, gjörningalistamaður og skáld, Rodion Sulyandziga frá IWGIA; Gunn-Britt Retter frá Samaráðinu, Louise Lindén frá LiveGreen, Sweden; Solveig Korum frá Menningarráði Noregs.

Jessie Kleemann: Myndbandsverk í sýningarskálanum

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að myndbandsverkið „Arkhticós Dolorôs“ (Heimskautahörmung) eftir rómuðu listakonuna og skáldið Jessie Kleemann (Grænland/Danmörk) verður sýnt í norræna sýningarskálanum.

Myndbandsverkið verður sýnd daglega í fyrstu viku COP28 frá 1. til 6. desember kl. 13.00 til 13.30 (UTC+4).

Jessie Kleemann, sem var að ljúka við margverðlaunaða einkasýningu sína „Running Time“ í Listasafni Danmerkur, tekur einnig þátt í pallborðsumræðum um hlutverk listar í grænu umskiptunum.

Jessie er listakona og ljóðskáld frá Upernavik á Grænlandi. Hún býr nú og starfar í Kaupmannahöfn. Jessie hefur búið til myndbandsverk, höggmyndir, innsetningar og sviðsverk og leikið í hefðbundnum leiksýningum á Grænlandi.

Frekari upplýsingar