„Draga mun úr styrk okkar ef við vinnum ekki betur saman á sviði samgöngulausna“

24.01.18 | Fréttir
Udvalget for vækst og udvikling i Norden
Photographer
André H. Jamholt / norden.org
Formaður hagvaxtar- og þróunarnefndar Norðurlandaráðs, Pyry Niemi, vill hraða uppbyggingu innviða og skipulagi samgöngumála á Norðurlöndum. Nefndin er einróma þegar hún biður norrænu ríkisstjórnirnar að ganga í það verkefni að samræma skipulag á innviðum og samgönguverkefnum sem ná yfir landamæri.

Á janúarfundi Norðurlandaráðs kynnti nefndin skýrslu þar sem lýst er hvernig norrænar þjóðir geti unnið betur saman að því að leysa vandamál sem tengjast samgönguinnviðum sem ná yfir landamæri.

Í skýrslunni er að finna 11 tillögur að því hvernig styrkja megi samstarfið á þessu sviði. Hagvaxtar- og þróunarnefnd Norðurlandaráðs stendur einhuga að baki þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunni.

„Það að nefndin standi einhuga að baki þessum tillögum, hverri fyrir sig og öllum saman skiptir máli fyrir mótun á samræmdri stefnu í samgöngumálum milli Norðurlandanna. Ég geri ráð fyrir því að yfirvöld í norrænu ríkjunum kynni sér tillögurnar og vinni í samræmi við hugmyndirnar sem þar birtast,“ segir Stein Erik Lauvås, skýrslugjafi í samgöngumálum.

Samgöngur og samgönguinnviðir eru æðakerfi nútímasamfélags. Atvinnulífið á Norðurlöndum hefur lengi lýst eftir betra samgöngukerfi milli Norðurlandanna. Í skýrslunni kemur fram að norrænt samstarf á sviði samgöngumála hafi einkennst af orðum fremur en gjörðum. Skipulag hvers lands fyrir sig á þessu sviði skorti nánast alveg samhengi þvert á landamæri. Í skýrslunni er einnig staðfest að fyrri rök um að munur sé mikill milli landanna séu ekki í samræmi við raunveruleikann.

Stjórnmálamenn eru einnig varaðir við afleiðingum þess að ekkert er aðhafst. Meðal annars getur dregið úr möguleikum landanna til samgangna milli austurs og vesturs. Þá getur dregið úr útflutningsmöguleikum norrænna fyrirtækja.

„Okkar ráð til norrænu ríkisstjórnanna er að þær viðurkenni þörfina fyrir betra samband milli norrænu ríkjanna þegar kemur að samgöngum, skipulagningi innviða og þróun. Við verðum að horfast í augu við að draga mun úr styrk okkar ef við vinnum ekki betur saman að lausnum vegna samgangna milli Norðurlandanna og innviða þeirra,“ segir Pyry Niemi.

Hér má lesa tillögurnar sem samþykktar voru: