Forseti Norðurlandaráðs fordæmir árásirnar í Kaupmannahöfn

15.02.15 | Fréttir
Höskuldur Þórhallsson
Photographer
Audunn Nielsson/norden.org
Höskuldur Þórhallsson, forseti Norðurlandaráðs, fordæmir hryðjuverkaárásirnar sem áttu sér stað í Kaupmannahöfn um helgina og lýsir stuðningi ráðsins við dönsku þjóðina og alla þá sem árásin snerti persónulega.

„Ég fordæmi árásirnar, sem voru bein aðför að tjáningar- og skoðanafrelsinu en það eru grundvallargildi í norrænu velferðarsamfélögunum og Norðurlandaráði,“ segir Höskuldur.

„Því verðum við að halda áfram baráttunni gegn ofstæki og fordómum í samfélögum okkar og standa í sameiningu vörð um það gagnsæi og tjáningarfrelsi sem einkennir lífið og tilveruna á Norðurlöndum.“

Norðurlandaráð er vettvangur þingmanna í opinberu norrænu samstarfi. Mannréttindi, lýðræði, jafnrétti og meginreglur réttarríkis hafa verið grundvallargildi Norðurlandaráðs frá stofnun þess árið 1952.