Friðrik krónprins tekur þátt í verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs

14.10.16 | Fréttir
DR Koncerthuset
Photographer
DR Koncerthuset
Hans konunglega hátign Friðrik, krónprins Danmerkur, tekur þátt í verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs sem fram fer þann 1. nóvember í tónleikahúsi DR, danska ríkisútvarpsins.

Henrik Dam Kristensen, forseti Norðurlandaráðs, gegnir hlutverki gestgjafa á verðlaunaafhendingunni. Á meðal annarra viðstaddra verða forsætisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, norrænir ráðherrar og þingmenn og þau sem tilnefnd eru til verðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaun Norðurlandaráðs eru barna- og unglingabókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, bókmenntaverðlaun, umhverfisverðlaun og tónlistarverðlaun, og verða þau afhent af fyrri verðlaunahöfum.

Verðlaunaafhendingunni verður streymt beint á streymiþjónustu DR, DR TV, og þar verður einnig hægt að horfa á hana síðar. DR býður einnig ríkisstöðvum hinna Norðurlandanna að sýna athöfnina í sinni dagskrá.

Verðlaunaafhending Norðurlandaráðs fer fram í tengslum við þing ráðsins í Kaupmannahöfn dagana 1.–3. nóvember.