Hægrimenn: Efla þarf norrænt samstarf um netvarnir

31.10.17 | Fréttir
Wille Rydman
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Flokkahópur hægrimanna kynnti þingmannatillögu á Norðurlandaráðsþingi þess efnis að dýpka samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um netvarnir.

„Daglega verða norrænu löndin fyrir umfangsmiklum netárásum sem koma niður á stöðugleika og skilvirkni í samfélögum þeirra. Samstarfið um upplýsingaöryggi og netvarnir þarf að vera í brennidepli ef Norðurlönd eiga að halda leiðandi stöðu sinni á sviði stafrænnar væðingar,“ segir Wille Rydman í flokkahópi hægrimanna.

Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin ættu að deila sameiginlegum ástandsskýrslum um ógnir og hættur í netumhverfi sín á milli.

Norðurlöndin ættu að tryggja eftir fremsta megni að þau landanna sem standa utan ESB eða NATÓ hafi aðgang að samstarfi um netvarnir sem fram fer á vettvangi þessara stofnana.

Þá eru netvarnir álitnar mikilvægur þáttur í samráði Norðurlanda og Bandaríkjanna um varnarmál.

Að auki er lagt til að samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á sviði netvarna feli í sér beinan stuðning við Úkraínu.

Þingmannatillaga flokkahóps hægrimanna verður lögð fyrir norrænu hagvaxtar- og þróunarnefndina til afgreiðslu.