Heilbrigðisráðherrarnir íhuga sameiginlegar aðgerðir gegn ebólu

17.10.14 | Fréttir
Heilbrigðis- og félagsmálaráðherrar Norðurlanda hafa í ljósi ebólufaraldursins beðið framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar um að kanna möguleika á samhæfðum aðgerðum Norðurlanda. Markmiðin eru að draga úr hættu á smiti, veita aðgang að fjármagni og meðferð og norræn samhæfing í tengslum við örugga sjúkraflutninga fyrir smitaða einstaklinga.

Á fundi heilbrigðis- og félagsmálaráðherranna í Kaupmannahöfn 16. október sl. var ákveðið að í yfirlýsingunni um framtíðarsamstarf í heilbrigðismálum yrði sérstaklega fjallað um ebólufaraldurinn. Norðurlöndin styðja hjálparstarfið með ýmsum hætti en verða líka fyrir beinum áhrifum þegar smitaðir einstaklingar koma heim.

Norrænn samningur um heilbrigðisviðbúnað

Árið 2002 skrifuðu Norðurlönd undir samning um helbrigðisviðbúnað. Síðar hefur samningurinn verið aukinn og efldur.

– Norðurlönd hafa margra ára hefð fyrir samstarfi um heilbrigðisviðbúnaði. Það er eðlilegt að nota samninginn um heilbrigðisviðbúnað til að kanna hvernig samhæfðar aðgerðir Norðurlanda geta komið að að gagni í þessari alvarlegu stöðu, segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.