„Kynjamismunun og hatursskilaboð á Netinu ættu að vera tabú á Norðurlöndum“

04.11.15 | Fréttir
Ellen Trane Nørby
Photographer
Magnus Fröderberg/norden.org
Norðurlönd eru að jafnaði í fararbroddi þegar unnið er að jafnréttismálum og stuðlað að því að allir séu metnir til jafns. Nú er á ný komið að því að taka sér stöðu. Hatur, hótanir og kynjamismunun á Netinu grafa undan lýðræðinu og kalla á róttækar pólitískar aðgerðir. Þetta var ein af niðurstöðum sérfræðingamálþings um hatursskilaboð á Netinu sem haldið var í Kaupmannahöfn.

Hversu stór er vandinn tengdur hatursskilaboðum á Netinu og kynjamismunun á Norðurlöndum? Hefur löggjöfin náð að fylgja þróuninni eftir? Eru til góð dæmi um hvernig tekist hefur að stöðva hatursskilaboð á Netinu?

Það voru þessar spurningar sem sérfræðingarnir í pallborðinu og á sjöunda tug þátttakenda frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum ræddu í tvo daga. Og að mati sérfræðinganna er vandinn mikill. Jafnfram er skortur þekkingu í samfélögum okkar.

„Á meðan við vitum ekki hverjir brotamennirni eru er erfitt að grípa til markvissra aðgerða. Og á meðan okkur skortir þekkingu þurfa fórnarlömbin sjálf að leggja mat á alvöruna að baki áreiti og hótunum,“ segir Aina Landsverk Hagen, sérfræðingur við háskólann í Ósló.  

Efst á dagskrá stjórnmálanna

Einnig kom skýrt fram að refsilöggjöf landanna er gamaldags og að þörf er á nýrri lagasetningu, til dæmis hvað varðar dreifingu upplýsinga sem ganga gegn friðhelgi einkalífsins, til dæmis nektarmynda.

Norræna ráðherranefndin um jafnréttismál ákvað sl. vor, undir forystu Dana, að setja kynjamismunun og hatursskilaboð á Netinu efst á hina pólitísku dagskrá á þessu ári. Niðurstöður málþingsins verða nú teknar saman í skýrslu sem lögð verður til grundvallar ákvörðunum ráðherranefndarinnar um sameiginlegar aðgerðir norrænu ríkisstjórnanna

Sendið skilaboð

Að mati Ellen Trane Nørby, samstarfsráðherra Dana, er nú pólitískur vilji hjá æðstu valdhöfum á Norðurlöndum til þess að grípa til aðgerða til að stöðva hatursskilaboð á Netinu.

 „Kynjamismunum og hatursskilaboð á Netinu ættu að vera tabú á Norðurlöndum. Það hæfir ekki nútímasamfélagi að ákveðnir hópar sé þaggaðir með hótunum í opinberri umræðu. iÞess vegna verðum við að senda skýr skilaboð til þeirra sem skrifa rætnar athugasemdir til kvenkyns stjórnmálamanna eða áreita bloggara og þátttakendur í samfélagsumræðunni  – um að það sé óásættanlegt,“  sagði Ellen Trane Nørby við lok umræðunnar.  

 

Fróðleiksmolar:

Í aðdraganda málþingsins tók Als Research saman niðurstöður rannsókna á útbreiðslu hatursskilaboða á Netinu:

  • Þeir sem senda hatursskilaboð eru flestir karlmenn. Samkvæmt niðurstöðum Brottsförebyggande rådet í Svíþjóð er hlutfall karlmanna í þessum hópi 67%.

  • Konur eru oftar fórnarlömb hatursskilaboða af kynferðislegum toga og sem lýsa kynjamismunun.

  • Blaðamenn og samfélagsrýnar sem fjalla um innflytjendur, minnihlutahópa og femínisma fá oftar en aðrir hatursskilaboð á Netinu.

  •  Meðal sérfræðinganna í pallborðinu voru Aina Landsverk Hagen (Noregi), Karl Dahlstrand (Svíþjóð), Emma Holten (Danmörku), Þórdís Elva Þorvaldsdóttir (Íslandi) og Nasima Razmyar (Finnlandi).