Norðurlandaráð: Vill tryggja gæði drykkjarvatns vegna örplasts með samhæfðum aðferðum

10.04.18 | Fréttir
Vand
Photographer
Copyright 2006, Mike Watson Images Limited.
Mælingaraðferðir Norðurlandanna eiga að vera samhæfðar þannig að unnt sé að gæðatryggja niðurstöður örplastmælinga í drykkjarvatni og bera þær saman. Norðurlandaráð ætti að fara þess á leit við Norrænu ráðherranefndina að upplýsingum sé safnað og að unnið áfram að rannsóknum á örplasti í drykkjarvatni. Þetta samþykkti Norræna sjálfbærninefndin.

Norðurlöndin ætla að leggja áherslu á auknar rannsóknir og svara þeirri spurningu hvernig örplast kemst í drykkjarvatnið. Hvaða heilsufarslega hætta felst í því að örplast sé í drykkjarvatni?

Grunur leikur á að sú sé raunin og miklu máli skiptir að Norðurlöndin standi saman í þessu máli. Rannsaka verður hvort drykkjarvatn almennings sé gæðatryggt. Með samhæfðum mælingaraðferðum geta öll Norðurlöndin tryggt drykkjarvatn sitt og fylgst með breytingum á því. Þá verður einfaldara að komast að því hvernig breytingarnar eiga sér stað og auðveldara að snúa við þróuninni.

Nefndin telur að almenningur á Norðurlöndum eigi að geta treyst því að drykkjarvatnið sé laust við örplast og ekki skaðlegt heilsu.

„Þetta er sameiginlegt stefnumál á Norðurlöndum, ég get ekki ímyndað mér að til sé sá stjórnálamaður sem er ósammála þessari stefnu. Mér finnst að við eigum að fara þess á leit við forsætisnefnd að hún fari með málið í flýtimeðferð svo það tefjist ekki. Plast er nú alltumlykjandi vandamáli í heiminum. Það er alls staðar, meira að segja í drykkjarvatni og í hafinu.  Ég kæri mig ekki um að drykkjarvatn sem inniheldur örplast sé borið á borð fyrir íbúa Norðurlandanna,“ segir Karin Gaardsted (S), Danmörku, varaformaður nefndarinnar. 

Þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs eru verkefni sem vernda lífíð í sjónum. Tilnefningafrestur er til 14. maí. Allir geta sent inn tillögur.