Norræna menningarefndin vill styðja kvikmyndagerð og ungt fólk á Norðurskautssvæðinu.

25.01.18 | Fréttir
Nordiska rådets session
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Þekkingar- og menningarnefnd Norðurlandaráðs vill styðja þriggja ára kvikmyndaverkefni fyrir ungt fólk á Norðurskautssvæðinu. Um er að ræða verkefni sem hefur að markmiði að veita ungum frumbyggjum tækifæri til þess að vinna með stafræna miðla.

Nefndin hvetur Norrænu ráðherranefndina til þess að veita verkefninu Stories From the Ice fjárstuðning árin 2019-2021.  Markmiðið með verkefninu er að mennta og styrkja fjárhagslega nýja kynslóð kvikmyndagerðarfólks á Norðurskautssvæðinu. Samíska kvikmyndastofnunin, ISFI, á frumkvæðið að verkefninu.

„Kvikmyndaverkefnið Stories From the Ice er vettvangur fyrir frásagnir ungs fólks og vekur athygli á afleiðingum loftslagsbreytinga á Norðurskautssvæðinu,“ segir Johanna Karimäki, formaður þekkingar- og menningarnefndarinnar.

Ákvörðun nefndarinnar var tekin á fundi í Stokkhólmi 24. janúar. Málið fer til áframhaldandi meðferðar í Norðurlandaráði og mun það taka afstöðu til þess á svokölluðu þemaþingi sem haldið verður 9.-10. apríl á Akureyri. Norræna ráðherranefndin á lokaorðið um það hvort styrkur verður veittur.

Tillagan kom upphaflega frá flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði.