Opið fyrir umsóknir í gegnum nýja áætlun fyrir sendiráð

21.02.24 | Fréttir
World map in white and blue
Photographer
Andra Heinat/norden.org
Frá og með 19. febrúar er hægt að sækja um styrki í gegnum sendiráðsáætlunina. Markmiðið með áætluninni er að efla samstarf á milli norrænna sendiráða og diplómatískra verkefna í samræmi við framtíðarsýn okkar fyrir 2030 sem miðar að því að skapa græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Tekið er við umsóknum vegna lítilla eða stórra verkefna frá öllum norrænum sendiráðum utan Norðurlanda.

Verkefnið „InnoCity Connect“ frá Suður-Kóreu er dæmi um árangursríkt verkefni sem áður hefur hlotið styrk. Verkefnið miðar að því að viðhalda samstarfi á milli norrænu landanna og Suður-Kóreu varðandi núlllosun með stafrænum lausnum. Áhersla er lögð á snjalllausnir fyrir borgir og alþjóðleg úrlausnarefni í skipulagsmálum með því að tengja norrænar borgir við kóreskar áskoranir, ýta undir norræn gildi og lausnir ásamt því að styðja við þekkingarskipti og samstarf.

Áður hafa alls 15 umsækjendur víðs vegar að úr heiminum hlotið framlög upp á 423 þúsund evrur. Sem dæmi um verkefni sem hafa verið samþykkt má nefna málstofur gegn spillingu, eflingu kvenna á sviði stjórnmála og viðskipta, hlaðvarpsframleiðslu fyrir sprotafyrirtæki í tækniiðnaði og samstarfsverkefni um núlllosun í borgum.

Norræn sendiráð og diplómatísk verkefni utan Norðurlanda geta sótt um.

Hægt er að sækja um styrki fyrir lítil sem stór verkefni með fjárhagsáætlun upp á að minnsta kosti 5000 evrur og að hámarki 45.000 evrur. Smærri styrkir geta stutt við staka viðburði, stakar aðgerðir eða annað slíkt. Meðalstórir og stórir styrkir geta stutt við fleiri viðburði, aðgerðaraðir eða eflingu málefna sem tengjast framtíðarsýninni til 2030 yfir allt að eins eða tveggja ára tímabil.

 

Frestur til að sækja um er 3. apríl 2024 kl. 11.00 að íslenskum tíma 

Svona er sótt um