Rússneskir fjölmiðlar þurfa stuðning

03.07.15 | Fréttir
Afskipti stjórnvalda af starfsemi fjölmiðla eru yfirleitt lymskulegri og óbeinni nú en á Sovéttímanum. En öllum ber saman um að áhrifin á fjölmiðlaflóruna séu mikil. Þetta var eitt þeirra málefna sem rædd voru á Degi Norðurlanda í Almedalen í Svíþjóð.

Á einum þeirra umræðufunda sem fram fóru í tjaldi Norðurlanda á Almedalsvikunni var frelsi fjölmiðla í Rússlandi tekið fyrir.

„Það er ekki auðvelt að starfa sem ábyrgur og sjálfstæður blaðamaður í Rússlandi,“ segir Galina Timchenko, ritstjóri vefsins Meduza. Hún er sjálf dæmi um þær afleiðingar sem ástandið á rússneska fjölmiðlamarkaðinum getur haft. Fyrir ári síðan stýrði Timchenko enn fréttavefnum lenta.ru sem á skömmum tíma hafði tekist að verða einn af stærstu og mest lesnu vefum landsins. Blaðamennirnir á lenta.ru reyndu að hafa umfjöllun sína heiðarlega og eins hlutlæga og hægt var og efni vefsins var því töluvert frábrugðið því sem birtist í öðrum rússneskum fjölmiðlum.

Rússneska áróðursvélin er ákaflega vel skipulögð og gríðarlega vel búin. Rússneskumælandi íbúar Eystrasaltsríkjanna er einn þeirra hópa sem framleiðslunni er beint til og þeir móttaka hana í ýmsum myndum og í öllum tegundum þátta og miðla. Enginn getur keppt við hana á hennar eigin forsendum, það verður að finna aðrar leiðir.

„Það er ekki hægt að segja við höfum orðið fyrir beinum afskiptum yfirvalda,“ segir Galina Timchenko. „En óbeinu afskiptin voru þeim mun tíðari. Við bjuggum við daglegt áreiti. Reikningar bárust til dæmis ekki, rafmagnið fór, netsamband slitnaði, eða eitthvað annað fór úrskeiðis.“

„Það er margar leiðir til að gera manni erfitt fyrir eða beinlínis ókleift að starfa,“ segir Timchenko, sem yfirgaf loks Rússland fyrir um ári síðan. Hún setti á fót vefinn Meduza ásamt ýmsum öðrum af starfsmönnum lenta.ru og starfar nú í Ríga í Lettlandi. Markhópur Meduza eru Rússar, einkum í Rússlandi, en jafnframt í Eystrasaltsríkjunum, en þar eru stórir rússneskir minnihlutahópar.

Aðgerðir til stuðning fjölmiðlum á rússnesku

Þátttakendurnir í pallborðsumræðunum ræddu einnig hvernig Norðurlönd gætu aðstoðað við að gefa rússneskumælandi fólki, hvort tveggja í Rússlandi og á nærsvæðum þess, aðgang að sjálfstæðum fjölmiðum á þeirra eigin tungumáli. Jan Widberg, forstöðumaður skrifstofu Norrænu ráðherranarinnar í Ríga, tók nýlega saman skýrslu fyrir samstarfsráðherra Norðurlanda með tillögum um aðgerðir til stuðnings fjölmiðlum á rússnesku í Eystrasaltsríkjunum.

„Mikilvægur þáttur í þessu sambandi eru námskeið og starfsemi sem miðar að því að auka hæfni, hvort tveggja varðandi stafræn verkfæri og blaðamennsku,“ sagði Widberg. „Við ætlum líka reyna að veita hvort tveggja almennum borgurum og sérfræðingum aukna innsýn í það sem nefnt er „media litteracy“, sem í raun merkir að horfa með gagnrýnum augum á fjölmiðlaefni og fréttamiðla í stafrænu fjölmiðlaumhverfi. En við leggjum jafnframt til minniháttar fjárhagsstuðning til einstakra aðila á fjölmiðlamarkaði í Eystrasaltsríkjunum,“ sagði Widberg ennfremur.

„Rússneska áróðursvélin er ákaflega vel skipulögð og gríðarlega vel búin. Rússneskumælandi íbúar Eystrasaltsríkjanna er einn þeirra hópa sem framleiðslunni er beint til og þeir móttaka hana í ýmsum myndum og í öllum tegundum þátta og miðla. Enginn getur keppt við hana á hennar eigin forsendum, það verður að finna aðrar leiðir.“