Stutt í verðlaunahátíð Norðurlandaráðs

21.10.15 | Fréttir
Charlotte Bøving og Olafur Egilsson er værter for Nordisk Råds prisuddeling i Harpa
Photographer
RUV
Þriðjudaginn 27. október verða hin fimm verðlaun Norðurlandaráðs, fyrir barna- og unglingabókmenntir, bókmenntir, tónlist, kvikmyndir og náttúru- og umhverfismál, veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu. Langflestir hinna tilnefndu einstaklinga verða viðstaddir afhendinguna, en kynnar á athöfninni verða danska leikkonan Charlotte Bøving og Ólafur Egilsson, starfsbróðir hennar. Verðlaunaafhendingunni verður sjónvarpað beint í Ríkissjónvarpinu.

Athöfnin fer fram í Eldborg og hefst kl. 19:30 að staðartíma. Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir mun stíga á svið ásamt fríðum flokki íslensks listafólks.

Handhafar verðlaunanna frá síðasta ári; Simon Steen-Andersen, Benedikt Erlingsson, Kjell Westö, Håkon Øvreås og Øyvind Torseter, auk Dags B. Eggertssonar og Ólafar Örvarsdóttur, munu afhenda verðlaunin að þessu sinni.

Verðlaunahafarnir hreppa verðlaunagrip Norðurlandaráðs, Nordlys, auk 350 þúsund danskra króna.

Lesið um tilnefningarnar hér:

Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs

Tilnefningar til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Verðlaunaafhendingunni verður streymt á norden.org.