Tilnefningar til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2014

12.05.14 | Fréttir
Vinnare av Nordiska rådets miljöpris 2013
Photographer
Magnus Froderberg/norden.org
Almenningur á Norðurlöndum hefur sent inn tilnefningar til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2014. Borist hafa meira en 30 tillögur um sveitarfélög, borgir og staðbundin samfélög sem annað hvort hafa í starfsemi sinni allri lagt mikið af mörkum til umhverfisverndar eða lagt sig fram á einhverju ákveðnu sviði umhverfismála.

Hér fylgir yfirlit yfir allar tilnefningarnar:

Tillögur frá Danmörku

Sveitarfélagið Gladsaxe og Nordvand A/S

Sveitarfélagið Lejre

Sveitarfélagið Middelfart

Network for Sustainable Business Development North Denmark (NBE)

Sveitarfélagið Silkeborg

Samfélagið Tversted

Tillögur frá Færeyjum

Samfélagið Gjógv

Tillögur frá Finnlandi

Borgin Espoo

Sveitarfélagið Ii

Félag um sjálfbæra þróun JAPA rf í Jyväskylä

Endurbótaverkefnið fyrir Tuusula-mýrina

Borgin Jyväskylä

Sædýrasafnið Kotka Maretarium

Borgin Kotka

Sveitarfélagið Nastola

Tillögur frá Grænlandi

Saligaatsoq-Avatangiiserik-verkefnið

Sveitarfélagið Sermersooq

Tillögur frá Íslandi

Sveitarfélagið Djúpivogur

Reykjavíkurborg

Bærinn Skaftholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Samfélagið Sólheimar

Ein tillaga um fimm sveitarfélög á Snæfellsnesi: Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær.

Tillögur frá Noregi

Sveitarfélagið Hammerfest

Sveitarfélagið Stavanger

Tillögur frá Svíþjóð

Bæjarfélagið (byalag) Bestorp

Sveitarfélagið Hjo

Sveitarfélagið Hallstahammar, Björks Buss AB og sveitarfélagið Surahammar fyrir „Brukslinjen“

Sveitarfélagið Västerås

Sveitarfélagið Växjö

Sveitarfélagið Örebro

Sveitarfélagið Östersund

Fjölþjóðlegar tillögur

Umhverfissamstarf vinabæjanna Akureyrar, Randers, Lahtis, Västerås og Ålesunds

Framhaldið:

Dómnefndin ákveður hverjir af hinum tilnefndu sem komast í úrslit.

Nánar um tilnefningarferlið: Um Náttúru- og umhverfisverðlaunin

Endanlegar tilnefningar verða birtar 12. júní á opna stjórnmálafundinum (folkemødet) á Borgundarhólmi. Verðlaunahafi síðasta árs, Seliina Juul, kynnir tilnefningar ársins. Tilkynnt verður um verðlaunahafann í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi 29. október.

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða árið 2014 veitt sveitarfélagi, borg eða staðbundnu samfélagi sem sem annað hvort hefur í starfsemi sinni allri lagt mikið af mörkum til umhverfisverndar eða lagt sig fram á einhverju ákveðnu sviði umhverfismála.