371. Oddný G. Harðardóttir (Indlæg)

Upplýsingar

Gerð
Erindi
Ræðunúmer
371
Speaker role
S-gruppen
Dagsetning

Forseti. Jafnlaunastaðall var búinn til á Íslandi á árunum 2009 til 2013 og byggist á þríhliða samstarfi atvinnurekenda, ríkisins og launafólks. Staðlinum er ætlað að tryggja að ekki sé um kerfisbundna mismunun að ræða við launasetningu. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 á Íslandi í þverpólitískri sátt og samstöðu. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á jafnlaunastaðlinum. Innleiðingu á að vera lokið á næsta ári en reynslan af notkun staðalsins og vottuninni er góð á Íslandi og ég hvet þess vegna til þess að tillagan verði samþykkt.