Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal

Áslaug Jónsdóttir (ill.)
Photographer
Einar Falur Ingólfsson
Áslaug Jónsdóttir (myndir), Kalle Güettler (texti) og Rakel Helmsdal (texti), Skrímslaerjur, 2012

Bækurnar um litla og stóra skrímslið hafa notið mikilla vinsælda hjá lesendum bæði á Íslandi og erlendis. Með þessum „mannlegu“ skrímslum hafa höfundarnir náð að búa til sérlega skemmtilegar og áhugaverðar persónur sem börn eiga auðvelt með að samsama sig við og fullorðnir hafa haft gaman af. Innbyrðis samband skrímslanna er bæði fallegt og flókið og í þessari bók, sem er sú sjöunda í röðinni, slær í brýnu á milli þeirra og lítur út fyrir að illa fari.

Í Skrímslaerjum má sjá mörg af bestu einkennum ritraðarinnar. Mynd og texti eru fléttuð saman í eina heild – listaverk – frá byrjun til enda. Á þann hátt er lesandinn hvattur til að lesa mynd og texta sem heild – og það er einmitt samspil þessa tveggja þátta sem er sérlega vel gert og hugmyndaríkt.

Texti bókarinnar er einfaldur og verður hluti af myndverkinu með einföldum myndum og formsterkum klippimyndum ásamt persónum með greinileg skapgerðareinkenni, ýkta andlitsdrætti og ofhlaðna líkamstjáningu. Bækurnar ná til barnanna með húmor og sálfræðilegri dýpt bæði tilfinningalega og vitsmunalega.

Áslaug Jónsdóttir er myndskreytir, barnabókahöfundur, listamaður og grafískur hönnuður. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir list sína, m.a. Dimmalimm – íslensku myndskreytiverðlaunin fyrir myndskreytingar í barnabókum.