Lise Davidsen

Lise Davidsen

Lise Davidsen

Photographer
Ray Burmiston
Lise Davidsen er á meðal hinna 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2021.

Rökstuðningur:

Hin lýrísk-dramatíska sópransöngkona Lise Davidsen hefur verið sögð „rödd aldarinnar“ í New York Times, og er þar með sett í sama flokk og miklar norrænar söngkonur á borð við Birgit Nilsson og Kirsten Flagstad. Flutningur hennar á Bayreuth-hátíðinni og í Metropolitan-óperunni í New York sýnir að hún er söngkona í algjörum sérflokki.

Fyrsta platan sem hún gaf út í eigin nafni kom út hjá Decca – virtasta útgáfufyrirtæki heims innan sígildrar tónlistar – og komst í fyrsta sæti á breska metsölulistanum UK Classical Charts árið 2019. Það er í fyrsta sinn sem óperusópran nær þeim árangri.

Hin 32ja ára gamla Davidsen hefur úthugsaða langtímasýn á áframhaldandi þróun ferils síns. Hún segist vilja bíða með tiltekin „erfið“ hlutverk (til dæmis í Niflungahring Wagners) þangað til að þau verði tímabær. Ennfremur kveðst hún ekki stefna að því að vekja aðdáun, heldur að því að ná til áheyrenda – snerta þá með söng sínum. Velgengni hennar stafar ekki einungis af góðri söngtækni, heldur allt eins af ríkri tónlistargáfu og samskiptavilja.