Sigrún Eldjárn

Sigrún Eldjárn
Photographer
Ljósm Gassi
Sigrún Eldjárn: Silfurlykillinn. Skáldsaga, Forlagið / Mál og menning, 2018.

Þegar „langamman“ deyr verður Karítas að yfirgefa skjólið þar sem hún hefur alist upp og leita sér að annarri fjölskyldu. Eini arfur hennar er gamall silfurlykill og það ráð að treysta engum fyrr en víst sé að það sé góð manneskja.

Silfurlykillinn er framtíðarsaga og Sigrún Eldjárn kastar ungum lesanda út í óskilgreinda tíð eftir hrun siðmenningar þar sem matur og vatn er af skornum skammti og fólk berst miskunnarlaust um allt sem getur hjálpað því til að lifa af. Enn eru til efnislegar en óvirkar leifar gamallar velmegunar og öll tækniþekking er horfin. Börn í þessum harða heimi eru flökkubörn og vör um sig. En Karítas finnur fjölskylduna sem hún þarfnast og saman leggja þau af stað til að finna hina týndu móður og þekkinguna sem lykill Karítasar gengur að.

Sigrún Eldjárn er myndlistarmaður og einn vinsælasti og þekktasti barnabókahöfundur Íslands. Sigrún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Silfurlykillinn árið 2018.