1966 Gunnar Ekelöf, Svíþjóð: Dīwān över Fursten av Emgión

1966 Gunnar Ekelöf, Sverige: Dīwān över Fursten av Emgión
Berndt Klyvare

Um höfundinn

Gunnar Ekelöf er eitt helsta ljóðskáld Svía á 20. öld en var einnig virkur gagnrýnandi og ritgerðahöfundur. Fyrsta bók hans, súrrealíska ljóðasafnið Seint á jörðu, kom út árið 1932. Ekelöf var einfari í sænsku samfélagi og í verkum sínum fjallaði hann um samsemd og lífsviðhorf þar sem hann leitaðist stöðugt við að fara út á ystu mörk ljóðrænnar tjáningar.

Um vinningsverkið

Dīwān över Fursten av Emgión er fyrsta bindi trílógíu. Seinni bindin tvö Sagan om Fatumeh og Vägvisare till underjorden komu út árin á eftir. Kveikjan að ljóðunum var reynsla sem skáldið varð fyrir í býsanskri kapellu í Istanbúl 28. mars 1965. Þá tók kirkjuþjónn að eigin frumkvæði silfurskeið og jós á hendur hans vatni úr skál sem var á bak við helgimynd sem skáldið var að virða fyrir sér. Ekelöf varð fyrir mikilli andagift og um nóttina orti hann sautján af þeim stórbrotnu ljóðum í sálmastíl sem er að finna í verkinu. Ekelöf yrkir um sögupersónuna furstann af Emgión ljóð sem eru í búningi býsanskra helgisagna. Píndur og blindaður furstinn leitar huggunar hjá Jómfrú elds og einskis. Hann líður út af hjá henni í æðsta samruna kærleikans.

Dīwān över Fursten av Emgión

Útgáfa: Albert Bonniers Förlag 

Útgáfuár: 1965

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1966 voru veitt Gunnari Eklöf fyrir ljóðabálk hans Diwán över Fursten av Emgíon. Að forminu til virðast ljóðin túlkanir á býsönskum söngvum og goðsögnum en skáldið skapar ný og persónuleg tákn fyrir frumskilyrði manneskjunnar, guðdómlegar upplifanir, þjáningar og kærleika.