1985
Antti Tuuri
1962
2012

1985 Antti Tuuri, Finnland: Pohjanmaa

Um höfundinn

Mynd: Katja Lösönen

Antti Tuuri (1944 - ) - Finnland

Verkfræðingurinn og rithöfundurinn Antti Tuuri fæddist í bænum Kauhava í Austurbotni. Meðal verka hans eru kvikmyndahandrit, óperutextar og leikhúsverk en hann er einkum þekktur fyrir fjölbreyttar epískar skáldsögur. Kvikmyndir hafa verið byggðar á skáldsögum hans, þar á meðal Talvisota sem gerist í finnska vetrarstríðinu og er ein vinsælasta kvikmynd allra tíma í Finnlandi. Hann hefur einnig unnið við þýðingar þar á meðal hefur hann þýtt Íslendingasögur á finnska tungu.

Um vinningsverkið

Mynd: Hannu Taina

Pohjanmaa (Dagur í Austurbotni)

Útgáfa: Otava
Útgáfuár: 1982

Skáldsagan Dagur í Austurbotni gerist á aðeins einum degi en engu að síður tekst höfundi að lýsa samfélagsbreytingum yfir lengri tíma og viðleitni mannfólksins til að aðlaga sig nýjum aðstæðum. Höfundurinn málar með grófum pensli sögulegt sjónarhorn samfélagsins en honum er heldur ekki framandi að koma auga á spaugilegar hliðar tilverunnar. Tuuri átti eftir að skrifa framhald sögunnar sem varð að bókaflokki um margar kynslóðir fjölskyldu frá Kauhava. Þar kynnist lesandinn meðal annars fjölskyldum finnskra vesturfara í Kanada.

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Í skáldsögunni Dagur í Austurbotni bregður Antti Tuuri fyrir sig knöppum og spaugilegum stíl þegar hann lýsir, með átakatíma í sögu finnsku þjóðarinnar í bakgrunni, andstæðum gamallar þjóðfélagsgerðar og nýrra andstæðna milli kynslóða og milli karls og konu.

Brot

Veikko lupasi ottaa niiltä peperille vakuutuksen, etteivät ne halunnet mitään osuutta vaarin perinnöstä. Miniät sanoivat, että isän siskolla, Silvillä, olisi myös oikeus vaarinperinstöön, oikeastaan suurempi kuin pojilla; pojilla ei olisi oikeastaan mitään perittävää, ennen kuin äiti olisi kuollut. Äiti sanoi, että sitä pojat saisivat odottaa, se lannisti vähän Veikkoa. Veikko kysyi, miksi Sylvi ei ollut tullut perintöä jakamaan ja äiti kertoi Sylvin tulevan iltapäivällä, silläkin talo asuttavana ja talon työt tehtävä, oli sitten pyhä tai arki. Vaikka Sylvin poika perheineen jo hoitikin taloa, Sylvillekin oli työtä löytyvinään niin, ettei se voinut taloaan noin vain heittää; äiti arveli Sylviin iskeneen jo mummontaudin.

(s. 105, Kustannusosakeyhtiö Otava, 1982)

Sjá alla tilnefnda 1985  

Danmörk

 • Cecil Bødker - Drengen och Manden
 • Henrik Nordbrandt - 84 Digte

Finnland

 • Claes Andersson - Under
 • Antti Tuuri - Pohjanmaa (En dag i Österbotten)

Ísland

 • Hannes Pétursson - 36 ljóð
 • Kristján Karlsson - New York

Noregur

 • Edvard Hoem - Prøvetid
 • Eugéne Schoulgin - Minner om Mirella

Svíþjóð

 • Sun Axelsson - Honungsvargar
 • Torgny Lindgren - Bat Seba

Færeyjar

 • Regin Dahl - Eftirtorv (De sidste gebrækkelige tørv)

Samíska málsvæðið

 • Hans-Aslak - Guttorm