2000 Henrik Nordbrandt, Danmörk: Drømmebroer

2000 Henrik Nordbrandt, Danmark: Drømmebroer
Lisbeth Thorlacius

Um höfundinn

Henrik Nordbrandt fæddist í Kaupmannahöfn. Hann hefur dvalið megnið af ævinni erlendis, þar á meðal í Tyrklandi, Ítalíu, Grikklandi og Spáni. Hann hefur gefið út um þrjátíu ljóðabækur, ritgerðir, barnabækur og meira að segja matreiðslubók - á tyrknesku. Þá hefur Nordbrandt þýtt tyrknesk ljóð á dönsku. Í ljóðum hans gætir mikilla áhrifa frá borgum við Miðjarðarhaf, landslaginu, menningu og veðurfari. Fyrsta ljóðabók hans, Digte, kom út árið 1966 en þá var hann aðeins 21 árs að aldri.

Um vinningsverkið

Drømmebroer er tuttugusta og fimmta ljóðabók Henriks Nordbrandt. Ekki er laust við gálgahúmor og fáránleika í stuttum frásögnum þar sem hann lýsir aðstæðum manneskjunar og því að standa utan við allt. Fjöður hans er hárbeitt og ljóðin ort á krystaltæru og hnitmiðuðu máli. Í einu ljóðinu æðir sporvagn áfram gegnum einbýlishúsahverfi sem eru full af dánu fólki. Svo einkennilega vill til að sporvagninn kemur aftan úr fornöld en húsahverfin eru hluti af Danmörku nútímans, þeirri Danmörku sem höfundur flúði þegar hann ákvað að setjast að í útlöndum. Litið hefur verið á hann sem ljóðskáld sem yrkir um sjálfið og nánasta umhverfi - eins og Drømmebroer ber vitni um - en hann hefur einnig skrifað fjölda bóka þar sem hann fjallar vítt og breitt um vandamál nútímasamfélagsins.

Drømmebroer

Útgáfa: Forlaget Gyldendal 

Útgáfuár: 1998

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Henrik Nordbrandt yrkir ein fegurstu ljóð sín í verkinu Drømmebroer. Ljóðin bera með sér þunglyndi og kaldhæðni og eru í senn leikandi og leitandi. Brúin táknar tilveruna milli komu og brottfarar en einnig hið glataða sem ljóðið endurheimtar.