Sendið inn tillögur að tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2024

Þema ársins er sjálfbær byggingarstarfsemi. Almenningi er boðið að senda inn tillögur að tilnefningum.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2024 verða veitt aðila á Norðurlöndum sem lagt hefur eitthvað sérstakt að mörkum til þess að stuðla að sjálfbærni í byggingariðnaði.

Verðlaunaféð nemur 300 þúsundum danskra króna.

Frestur til að senda inn tillögur er til 30. apríl 2024