Norræn samstarfsáætlun á sviði dómsmála 2023-2024

Upplýsingar

Útgáfudagur
Lýsing
Samstarfið á sviði dómsmála er í höndum dómsmálaráðherra Norðurlanda. Það byggist á meginreglunum í Helsingforssamningnum, almennum reglum um norrænt samstarf og þeirri samstarfsáætlun sem hér birtist. Stefnumarkandi áherslusviðum í samstarfi norrænu dómsmálaráðherranna árin 2023–2024 er ætlað að tryggja réttaröryggi, einsleitni á réttarsviði Norðurlanda og norrænt notagildi. Samstarfið snýst einnig að verulegu leyti um forvarnir gegn glæpum og hryðjuverkum sem eru ósjaldan þess eðlis að snerta fleiri lönd en eitt.
Útgáfunúmer
2023:704