Framtíð Nýrrar norrænnar matargerðarlistar

22.01.15 | Fréttir
Ny nordisk mad
Photographer
Yadid Levy/Norden.org
Frá árinu 2005 hefur Norræna ráðherranefndin styrkt fjölda verkefna innan áætlunarinnar um Nýja norræna matargerðarlist til að kanna þá möguleika sem búa í framtakinu. Um þessar mundir er nýju verkefni, smærra í sniðum, ýtt úr vör með röð vinnustofa þar sem áherslan er á framtíðarsýn.

Verkefnin á sviði Nýrrar norrænnar matargerðarlistar falla undir tvær áætlanir; Nýja norræna matargerðarlist I og II. Þau hafa þegar náð til þúsunda manna með fjölbreytilegum áherslum og framúrstefnulegri nálgun. Nánari upplýsingar um mörg þessara verkefna eru á síðunni www.newnordicfood.org.

Á árinu 2015 heldur Ný norræn matargerðarlist áfram undir stjórn Norrænu ráðherranefndarinnar, en mun hafa minni umsvif og minna fjármagn til ráðstöfunar.

Nýja verkefnið nefnist Ný norræn matargerðarlist III og verður umfang þess og markmið ákvarðað af norrænum stýrihópi sem komið verður á fót undir umsjón Norrænu ráðherranefndarinnar um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt (MR-FJLS).

Meginhlutverk stýrihópsins mun felast í því að efna til verkefna á grundvelli stefnuyfirlýsingu um Nýja norræna matargerðarlist, greiða fyrir framgangi þeirra og samhæfa þau innbyrðis.

Til að fá nánari upplýsingar um áætlunina er hægt að skrá sig hér.

Framtíðarsýn í vinnustofum

Fráfarandi stýrihópur áætlunarinnar um Nýja norræna matargerðarlist hefur efnt til fjölda vinnustofa með fjölbreytilegum viðfangsefnum, allt frá ferðamennsku og máltíðum á vegum hins opinbera (s.s. skólamáltíðum) til lífhagkerfis og götumatar.

Yfirlit yfir greinar þar sem helstu atriði vinnustofanna eru tekin saman má finna á síðu áætlunarinnar Ný norræn matargerðarlist II: www.newnordicfood.org. Innan skamms verður ný síða sett á laggirnar á vefsvæði www.norden.org.

Þá mun Norska matarrannsóknastofnunin, Nofima, efna til vinnustofu í Ósló 11. febrúar til að ræða eftirfylgni Nýrrar norrænnar matargerðarlistar II.

Á síðunni www.nordicnutrition.org eru almennar upplýsingar um norræna samstarfið um næringu.