Álitsdrög: Norræn samstarfsáætlun um jafnréttismál og LGBTI 2025-2030

20.03.24 | Consultation
Norðurlönd eru komin langt í vinnunni að jafnrétti kynjanna og réttindum til handa hinsegin fólki með jafnt löggjöf sem pólitískum aðgerðum.

Upplýsingar

Deadline
fös, 26/04/2024 - 11:59 EH

Enn er þó langt í land áður en öll, óháð kyni, hafa sömu tækifæri til þess að hafa áhrif og móta eigið líf og taka þátt í þróun samfélagsins á jafnréttisgrundvelli. Jafnframt eru enn til staðar áskoranir sem leysa verður úr áður en hinsegin fólk á Norðurlöndum nýtur sömu réttinda og tækifæra og aðrir íbúar. 


Í samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnréttismál og LGBTI, (MR-JÄM) er pólitískum áherslum og markmiðum fyrir tímabilið 2025–2030 lýst ásamt tengingu þeirra við framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir árið 2030.


Markmiðið með norrænu samstarfi á sviði jafnréttismála er að stuðla að kynjajafnrétti á Norðurlöndum. 


Markmiðið með norrænu samstarfi um málefni hinsegin fólks er að stuðla að jafnrétti og jöfnum tækifærum fyrir hinsegin fólk á Norðurlöndum. 

Sjá álitsdrög